föstudagur 28. mars 2008

FÖTLUN, SJÁLF OG SAFMFÉLAG

Ráðstefna um fötlunarrannsóknir


Föstudaginn 18. apríl 2008, kl. 08.30 - 17 bjóða Félag um fötlunarrannsóknir og Rannsóknasetur í fötlunarfræðum við Félagsvísindadeild Háskóla Íslands til ráðstefnu sem ætluð er öllu áhugafólki um fötlunarrannsóknir.

 

Ráðstefnan er haldin á Grand Hótel Reykjavík og er ætluð öllu áhugafólki um efnið.

 

Almennt ráðstefnugjald er kr. 5000. Nemendur og lífeyrisþegar greiða kr. 2000.

 

Skráning er á heimasíðu Rannsóknaseturs í fötlunarfræðum http://www.fotlunarfraedi.hi.is/

Vinsamlega skráið ykkur sem fyrst. Síðasti skráningardagur er 15. apríl.

 

Nánari upplýsingar veita Hanna Björg Sigurjónsdóttir (hbs@hi.is) og Hrefna K. Óskarsdóttir (hko@hi.is)

Þeir sem þurfa táknmálstúlkun eru beðnir að láta vita með viku fyrirvara.