föstudagur 26. apríl 2013

Evrópsk menning í Vísindaporti

Í Vísindaporti, föstudaginn 26. apríl, klukkan 12.10, mun Erasmus skiptikennarinn Rob Warmenhoven flytja erindi um evrópska menningu. Í erindinu mun hann velta upp spurningum á borð við: Hvað er Evrópa? Í hverju felast evrópsk einkenni? Hvar endar Evrópa? Og hvernig getum við átt í samskiptum við önnur evrópsk menningarsvæði?

Þar sem viðfangsefnið er víðfemt mun Rob Warmenhoven byggja á fræðilegum grunni kenninga Geert Hofstede um menningarlegar víddir, en Geert Hofstede er áhrifamikill rannsakandi á sviði kerfislægrar menningar, hagrænnar menningar, auk þess að vera upphafsmaður svokallaðra þvermenningarlegra samanburðarrannsókna.

Rob Warmenhoven, kennir m.a. námskeið um grunndvallarþætti markaðssetningar, neytendahegðun og útflutningsfræði við vanHall-Larenstein háskólann í Wageningen í Hollandi.

Vísindaport Háskólaseturs Vestfjarða er opið öllum og fer fram í kaffisal Háskólasetursins, það hefst stundvíslega klukkan 12.10. Erindi Rob Warmenhoven fer fram á ensku.

Þar sem Vísindaportið fer fram í hádeginu bendum við á að fólki er velkomið að taka með sér nesti eða kaupa samlokur í Háskólasetrinu.