þriðjudagur 29. mars 2011

Er úrgangur frá fiskeldi vandamál?

Fimmtudaginn 31. mars kl. 12.15-12.45 flytur dr. Þorleifur Eiríkson, dýrafræðingur við Náttúrustofu Vestfjarða erindi í fyrirlestraröð sem Samtök náttúrustofa (SNS) á Íslandi standa fyrir. Erindi Þorleifs ber titilinn „Er úrgangur frá fiskeldi vandamál?" og fer fram í stofu 1-2 í Háskólasetrinu. Jafnframt verður hægt að fylgjast með honum í gegnum fjarfundarbúnað víðsvegar um landið (sjá nánar meðfylgjandi mynd).

Næsta fræðsluerindi Samtaka náttúrustofa kemur frá Náttúrustofu Norðurlands vestra og fer fram fimmtudaginn 28. Apríl næstkomandi. Líkt og fyrr verður það erindi aðgengilegt í fjarfundarbúnaði hér fyrir vestan, bæði í Bolungarvík og í Háskólasetrinu á Ísafirði.