þriðjudagur 29. nóvember 2011

Auglýst eftir starfsmanni í móttöku

Háskólasetur Vestfjarða leitar að starfsmanni í hálft starf í móttöku til að annast símsvörun, umsjón með kaffistofu og almenn ritarastörf. Starfsmaður þarf að vera fjölhæfur og sveigjanlegur og geta leyst hinn móttökuritara af. 

Starfsmaðurinn vinnur fyrir allar stofnanir í Vestra-húsinu en er ráðinn af Háskólasetri Vestfjarða. Á hæðinni vinna um 40 starfsmenn við rannsóknir, kennslu og þjónustu, auk námsmanna og gesta.

Upplýsingar um starfið veitir Peter Weiss, forstöðumaður: weiss@UWestfjords.is  eða  450 3045 
Umsóknarfrestur: 15.12.11