Auglýsing um styrk úr minningarsjóði Eðvarðs Sigurðssonar
Styrkurinn er til verkefnis sem varðar íslenskt samfélag og málefni launafólks. Styrkurinn er ætlaður til að efla rannsóknir og útgáfu á verkum sem varða sérstaklega íslenskt samfélag, vinnumarkaðinn, hagsmuni launafólks og starfsemi verkalýðshreyfingarinnar. Hámarksfjárhæð er kr. 500.000.
Styrkurinn er veittur einu sinni á ári.
Umsóknir um styrkinn þurfa að berast fyrir 1. apríl. Styrknum er úthlutað 1. maí ár hvert.
Nánar á http://www.asi.is