mánudagur 27. apríl 2009

Athuganir á Dýra- og Önundarfirði fyrir og eftir þverun

Fimmtudaginn 30. apríl næstkomandi, kl. 12.15-12.45 flytja þeir Þorleifur Eiríksson og Böðvar Þórisson, líffræðingar á Náttúrustofu Vestfjarða, erindi sem þeir nefna "Athuganir á Dýra- og Önundarfirði fyrir og eftir þverun".

 

Erindið er aðgengilegt í fjarfundarbúnaði í Háskólasetri Vestfjarða á Ísafirði, í Þróunarsetrinu á Hólmavík og í Patreksskóla á Patreksfirði. Allir velkomnir.

 

Næsta erindi verður haldið næstkomandi haust og verður það auglýst nánar síðar.