Alþjóðleg ráðstefna um listrannsóknir
Listaháskóli Íslands efnir til alþjóðlegrar ráðstefnu dagana 3.-4. október, undir yfirskriftinni Rannsóknir í listum.
Á ráðstefnunni munu framsæknir lykilfyrirlesarar flytja erindi um þau mismunandi sjónarhorn sem hugmyndafræði listrannsókna byggir á, ásamt því sem rætt verður um ýmis vandamál er upp koma þegar listir ryðja sér til rúms í fræða- og vísindaheiminum. Auk lykilfyrirlesaranna munu listnemendur í doktorsnámi kynna rannsóknarverkefni sín og gefa ráðstefnugestum innsýn í framkvæmd og miðlun listrannsókna.
Markmið ráðstefnunnar er að blása til faglegrar og gagnrýninnar umræðu um rannsóknir í listum. Slíkar rannsóknir byggja í grundvallaratriðum á aðferðum tiltekinna listmiðla og miða að því að samþætta fræðilega og verklega nálgun við sköpun nýrrar þekkingar. Listaháskólinn vinnur nú að uppbyggingu rannsóknatengds framhaldsnáms og vill með þessum viðburði efna til líflegra rökræðna um erindi lista í fræðasamfélagið.
Ráðstefnan er haldin í húsnæði skólans við Sölvhólsgötu 13. Hún er öllum opin og aðgangur er ókeypis.
Nánari dagskrá ráðstefnunnar ásamt upplýsingum um fyrirlesara má sjá á heimasíðu skólans: http://lhi.is/rannsoknir/radstefna/
Á ráðstefnunni munu framsæknir lykilfyrirlesarar flytja erindi um þau mismunandi sjónarhorn sem hugmyndafræði listrannsókna byggir á, ásamt því sem rætt verður um ýmis vandamál er upp koma þegar listir ryðja sér til rúms í fræða- og vísindaheiminum. Auk lykilfyrirlesaranna munu listnemendur í doktorsnámi kynna rannsóknarverkefni sín og gefa ráðstefnugestum innsýn í framkvæmd og miðlun listrannsókna.
Markmið ráðstefnunnar er að blása til faglegrar og gagnrýninnar umræðu um rannsóknir í listum. Slíkar rannsóknir byggja í grundvallaratriðum á aðferðum tiltekinna listmiðla og miða að því að samþætta fræðilega og verklega nálgun við sköpun nýrrar þekkingar. Listaháskólinn vinnur nú að uppbyggingu rannsóknatengds framhaldsnáms og vill með þessum viðburði efna til líflegra rökræðna um erindi lista í fræðasamfélagið.
Ráðstefnan er haldin í húsnæði skólans við Sölvhólsgötu 13. Hún er öllum opin og aðgangur er ókeypis.
Nánari dagskrá ráðstefnunnar ásamt upplýsingum um fyrirlesara má sjá á heimasíðu skólans: http://lhi.is/rannsoknir/radstefna/