Aðstoðarmaður óskast fyrir vettvangsskóla SIT
[mynd 1 h]School for International Training (SIT), Vermont, Bandaríkjunum óskar eftir að ráða aðstoðarmann fagstjóra fyrir námsáfanga sem fram fer 16. júní - 31. júlí 2014.
Áætlað er að um 25 nemendur verði í hópnum sem verður sá áttundi sem kemur til landsins á vegum SIT skólans. Meirihluti nemendanna eru í grunnnámi og munu eyða sjö vikum hér á Íslandi í þverfaglegum námsáfanga í orkufræðum og umhverfishagfræði, sjá vef SIT fyrir frekari upplýsingar. Þrjár af þessum sjö vikum fer námið fram á Vestfjörðum og er í boði heimagisting í tvær vikur.
Fagstjóri er Astrid Fehling sem gegndi stöðu aðstoðarmanns sumarið 2013.
[mynd 2 h]Aðstoðarmaður er ráðinn af fagstjóra og verður í náinni samvinnu við hann. Aðstoðarmaður sinnir ýmsum verkefnum og hefur ýmsar skyldur sem falla undir þrjá aðalflokka: faglegt starf, skipulagningu og velferð nemenda. Aðstoðarmaður þarf að búa yfir sveigjanleika og geta unnið allan sólarhringinn („24/7“) þurfi þess með.
Aðstoðarmaður þarf að:
- Hafa háskólamenntun (meistaragráðu) á sviði námins, hvort heldur í t.a.m. umhverfisfræði, umhverfisstjórnun, hagfræði, verkfræði e.þ.h.
- Vera tilbúinn til að sinna faglegu starfi, svo sem að halda staka fyrirlestra eða yfirfara nemendaverkefni.
- Hafa einhverja svæðisþekkingu.
- Geta a.m.k. bjargað sér á íslensku.
Vinnutímabil aðstoðarmanns er aðallega júní og júlí, á meðan námið stendur yfir. Viðkomandi þarf þó að geta verið fagstjóra innan handar áður en námsáfanginn hefst formlega.
Pernilla Rein verkefnastjóri Háskólaseturs hefur undanfarin ár verið tengiliður við SIT og hefur í nánu samstarfi við fagstjóra séð um að skipuleggja heimagistingu, vettvangsferðir og fleira og mun sinna þessu með sama hætti í ár. Aðstoðarmaður má því einnig gera ráð fyrir að vera í miklu samstarfi við hana.
Hvetjum áhugasama til að hafa samband ef einhverjar spurningar vakna,
Astrid, astridf10@uwestfjords.is eða Pernilla, pernilla@uwestfjords.is