mánudagur 12. maí 2014

Aðalfundur Háskólaseturs

Aðalfundur Háskólaseturs Vestfjarða fer fram laugardaginn 17. maí næstkomandi. Á dagskrá fundarins eru hefðbundin aðalfundarstörf. Fundurinn fer fram í Háskólasetrinu, Suðurgötu 12, Ísafirði. Fundurinn er opinn almenningi og eru vinir og velunnarar Háskólasetursins hvattir til að sækja fundin.

Dagskrá:

13:00-14:30
1. Skýrsla stjórnar
2. Afgreiðsla reikninga
3. Fjárhagsáætlun 2014
4. Kosning formanns fulltrúaráðs og ritara
4. Kjör skoðunarmanna eða endurskoðenda
5. Ákvörðun um þóknun til stjórnar
6. Önnur mál

Kaffi "og með því"