þriðjudagur 14. maí 2013

Aðalfundur Háskólaseturs

Aðalfundur Háskólaseturs Vestfjarða verður haldinn föstudaginn 17. maí næstkomandi kl. 13.00 í Háskólasetrinu. Fundurinn er opinn almenningi og eru vinir og velunnarar Háskólasetrusins hvattir til að sækja fundinn.

Dagskrá


13:00-14:30 Aðalfundur

1. Skýrsla stjórnar
2. Afgreiðsla reikninga
3. Fjárhagsáætlun 2013
4. Kosning stjórnarmanna
4. Kjör skoðunarmanna eða endurskoðenda
5. Ákvörðun um þóknun til stjórnar
6. Önnur mál


14:30 Kaffi "og með því"


Fundurinn fer fram í Háskólasetri Vestfjarða, Suðurgötu 12, Ísafirði.