Laust starf: Markaðs- og vefstjóri

Háskólasetur Vestfjarða leitar að kraftmiklum og metnaðarfullum markaðs- og vefstjóra.

Markaðs- og vefstjóri hefur umsjón með öllu sem viðkemur markaðs-, kynningar- og vefmálum Háskólaseturs. Hann hefur umsjón með markaðssetningu og öflun nemenda í tvær alþjóðlegar námsleiðir á meistarastigi sem kenndar eru við Háskólasetrið. Einnig sér hann um þróun og uppbyggingu vefsíðu og samfélagsmiðla, samskipti við fjölmiðla og önnur tilfallandi störf sem snúa að kynningarmálum og innra starfi Háskólasetursins.

Við leitum að lausnamiðuðum og skapandi einstaklingi sem á auðvelt með að vinna sjálfstætt í framsæknu og alþjóðlegu háskóla- og rannsóknarumhverfi á Ísafirði.

Helstu verkefni og ábyrgð:

 • Umsjón með auglýsingum og markaðssetningu meistaranáms samkvæmt fjárhagsáætlun
 • Skipulagning markaðsherferða, samskipti og samningagerð við námsmiðlunarstofur
 • Umsjón með samfélagsmiðlum
 • Umsjón og efnisgerð fyrir vef og samfélagsmiðla
 • Vefumsjón og vefþróun
 • Samskipti við fjölmiðla og upplýsingagjöf
 • Samskipti við vefforritara
 • Textagerð, yfirlestur og ritstjórn efnis á íslensku og ensku
 • Verkefnastjórn og önnur tilfallandi störf

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
 • Þekking og reynsla af vefumsjón
 • Reynsla af markaðsstarfi, stafrænni markaðssetningu og samfélagsmiðlum
 • Skipulagshæfni og hæfni til að vinna sjálfstætt
 • Færni í samskiptum
 • Góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti
 • Þekking á Facebook Business Manager og Google Analytics æskileg
 • Þekking á Photoshop eða sambærilegum myndvinnsluforritum æskileg

Um er að ræða full starf en til greina kemur að ráða í hlutastarf. Ráðningin er tímabundin til 31. ágúst 2023. Æskilegt er að nýr starfsmaður geti hafið störf sem fyrst. Upplýsingar veitir Peter Weiss, forstöðumaður, í síma 450 3045 eða weiss@uw.is.

Umsókn (kynningarbréf og ferilskrá), sendist á weiss@uw.is.

Umsóknarfrestur er til 20. júní 2022.

Verkefnastjóri - Laust starf

Háskólasetur Vestfjarða leitar að verkefnastjóra í 50% starf. Verkefnastjórinn mun vinna í litlu teymi en þarf að geta unnið sjálfstætt á sínu sviði. Verkefnastjórinn hefur umsjón með fjölbreyttum verkefnum innan Háskólaseturs. Hann skipuleggir nemendaferðir og nemendaheimsóknir, sinnir textaskrifum og heldur utan um ráðstefnur og aðrar uppákomur hjá Háskólasetrinu. Verkefnastjórinn vinnur í litlu en framsæknu háskóla- og rannsóknarumhverfi á Ísafirði og hefur rík tækifæri til að taka þátt í þróun og uppbyggingu Háskólasetursins.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Háskólamenntun og starfsreynsla sem nýtist í starfi
 • Góð kunnátta í íslensku og ensku í ræðu og riti
 • Mikil hæfni í mannlegum samskiptum
 • Skipulagshæfni
 • Innsæi og metnaður í starfi
 • Frumkvæði og sveigjanleiki í starfi

 

Verkefnastjóri þarf að geta hafið störf snemma árs 2022. Upplýsingar veitir Peter Weiss, forstöðumaður, í síma 450 3045 eða weiss@uw.is.

Umsóknir (kynnningarbréf og ferilskrá), sendist á Háskólasetur Vestfjarða eða í tölvupósti á weiss@uw.is.

Umsóknarfrestur er til og með 29.10.2021.

Reglugerð vegna Covid19 • Reglur í Háskólasetri til 28.08.2021

Tímarammi: 27.08.2021, nýjar reglur væntanlegar 28.08.2021

Í ljósi fjölda smita og hærra 14 daga hlutfalls sýkinga erum við minnt á að Covid-19 er ekki búið, þótt stór hluti íbúa á Íslandi séu bólusettir.

Reglur á Íslandi stuttu máli (sjá nánar á www.covid.is)

 • Eins meters nálægðarmörk.
 • Grímunotkun þar sem nálægðarmörk er ekki ægt að tryggja. Grímuskylda í verslunum og almenningssamgöngum
 • Hámarksfjöldi fólks í sama rými er 200
 • Persónulegar sóttvarnir (handþvottur og sprittun) og forðast skal óþarfa náin samskipti
 • Halda samfélagssáttmála: https://www.covid.is/samfelagssattmali

Í Háskólasetrinu þýðir þetta eftirfarandi:

 • Til að tryggja nálægðarmörk fer kennsla að mestu fram í stórum sal Edinborgarhússins. Notið plássið og forðist óþarfa nálgæð.
 • Í Háskólasetrinu er nægt pláss til að tryggja nálægðarmörk, notum það.
 • Notið grímur í Háskólasetrinu þar til þið hafið fengið ykkur sæti í kennslustofu eða lesrými.
 • Handlaugar með sápu og spritt er aðgengilegt víða um húsið, vinsamlegast nýtið ykkur það.
 • Þegar þið eigið í samskiptum við fólk utan ykkar nánasta hóp, gætið þess að halda nálægðarmörk og nota grímur.

Í Háskólasetrinu koma saman nokkrir hópar í framhaldsnámi, fjarnámi og aðrir hópar. Við venjulegar aðstæður hvetjum við til samskipta á milli þessara hópa en nú biðjum við ykkur um að velja hverja þið eruð í nánum samskiptum við. Ef upp kemur smit þurfa þeir sem eru í nánum samskiptum við þann smitaða  að fara í sóttkví, mikil blöndun milli hópa mun því hafa bein áhrif á fjölda þeirra sem þurfa að fara í sóttkví. Vinsamlegast gerið ykkar besta til að halda þessum tölum sem lægstum og munið að halda nálægðarmörk þegar þið eigið í samskiptum við fólk utan ykkar þrönga hóps. Þetta á bæði við innan og utan Háskólaseturs.

 • Vinsamlegast fylgist með hverjum þið eruð í nánum samskiptum við og notið Rakningar Appið: https://www.covid.is/app/
 • Háskólasetrið er almennt séð ávalt undir 200 manna fjöldatakmörkum. Engu að síður eru í húsinu nokkrar stofnanir og í heildina getur því verið talsverður fjöldi fólks í byggingunni. Þessvegna er byggingunni skipt í fjögur hólf. Vinsamlegast farið ekki inn á önnur svæði án þess að vera boðið eða af nauðsyn. Almennt séð eiga nemendur ekkert erindi í aðra hluta byggingarinnar en svæði 1 sem tilheyrir Háskólasetrinu.

Svæði 1: Háskólasetur, þ.m.t. kennslustofur og skrifstofur

Svæði 2: Þróunarsetur, teppalagður gangur, skipting með eldvarnarhurð

Svæði 3: Vestfjarðarstofa, jarðhæð við Suðurgötu

Svæði 4: Fræðslumiðstöð, jarðhæð við Suðurgötu, SA-horn

Húsnæði óskast fyrir nemendur

Í haust stefnir í metaðsókn í meistaranám við Háskólasetur Vestfjarða samhliða því að nýja námsleiðin í sjávarbyggðafræði eflist og styrkist. Af þeim sökum leitar Háskólasetur Vestfjarða að hentugu húsnæði fyrir nýnema frá og með næsta hausti til u.þ.b. eins árs.

Háskólasetrið kynnir það húsnæði sem í boði er fyrir nemendum og kemur á tengslum milli leigusala og væntanlegs leigjanda. Leigusamningur er gerður beint milli leigjanda og húseiganda.

Óskað er eftir íbúðum með húsgögnum, baði, þvotta- og eldunaraðstöðu eða herbergjum með húsgögnum og aðgangi að baði, þvotta- og eldunaraðstöðu.

Allar nánari upplýsingar veitir Peter Weiss, forstöðumaður í síma 450 3045 eða weiss@uw.is. 

 

Hólfaskipting í Háskólasetri • 16.11.2020-01.12.2020

Eins og áður hefur komið fram á þessum vettvangi eru í gildi strangari reglur til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu COVID-19. Reglurnar hafa verið framlengdar, að mestu óbreyttar með áframhaldandi 2 metra samskiptafjarlægði og grímuskyldu þar sem 2 metrum er ekki við komið. Hópar í Háskólasetrinu verða áfram aðskildir samkvæmt skiptingu sem má kynna sér ítarlega á enska síðuhlutanum.

Sjá reglugerð um takmörkun á skólastarfi vegna farsóttar.

Tímarammi: 16.11.2020-01.12.2020

Sjá nánar um hópaskiptingu á ensku. Að öðru leyti gildir eftirfarandi:

Fjarnemar, breytileg fjöldatala, u.þ.b. 6-7 í húsinu að jafnaði. Fjarnemar skulu nota lesherbergi á jarðhæð.

Inngangur: Aðalinngangur Háskólaseturs. Útgangur, aðalinngangur Háskólaseturs.

Kaffistofa: Engin kaffistofa.

Salerni: Salerni á jarðhæð gengt Skógræktinni.

Annars árs nemendur CMM/CRD, árgangur 2019. Fjöldi óljós, u.þ.b. 5 á hverjum tíma. Skulu nota bókasafn.

Inngangur: Aðalinngangur Háskólaseturs. Útgangur aðalinngangur Háskólaseturs.

Kaffistofa: Engin kaffistofa.

Kennarar og starfsfólk. Þeim er heimilt að fara yfir sótthólfalínur ef nauðsyn krefur.

Rannsóknarmenn noti sínar skrifstofur sem fyrr.

Inngangur: Aðalinngangur. Útgangur, aðalinngangur Háskólaseturs.

Gestir eru ekki leyfðir í Háskólasetrinu frá tímabilinu 05.10.2020-19.10.2020, að undanskildum gestakennurum sem koma vegna námskeiða.

Aðgengi að prentara og ljósritunarvél:

Nemendur geta prentað út með aðstoð frá riturum. Ritarar koma prentuðu efni til viðkomandi eftir þörfum. Ljósritun skal gerð í samráði við ritara.

Aðgengi að starfsmönnum og kennurum:

Starfsmenn og kennarar skulu ekki taka á móti nemendum í skrifstofum sínum. Samskipti nemenda við kennara skal fara fram í kennslustofu eða í gegnum Internetið (tölvupóstur, Zoom, sími). Samskipti milli nemenda og starfsfólks skulu fara fram í gegnum tölvupóst, síma eða Zoom.

Grímunotkun

Í samræmi við gildandi viðmið skal nota grímur allstaðar þar sem eins meters samskiptafjarlægð verður ekki tryggð og þar sem hópar blandast.

Hópareglurnar hér að ofan tryggja að hópar blandast ekki, ekki einu sinni á göngum. Í kennslustofum er unnt að tryggja eins meters samskiptafjarlægð. Engu að síður er ráðlagt að hafa grímur til taks og notkunar í Háskólasetrinu og mun Háskólasetrið sjá nemendum fyrir grímum. Vinsamlegast gæti þess að nota grímurnar á réttan hátt samkvæmt leiðbeiningum.

Skráning í námskeið

Námskeið verða kennd samkvæmt áætlun. Á meðan Háskólasetrið getur fylgt settum reglum um staðkennslu verður kennslunni haldið áfram.

Lokað um helgar

Háskólasetrið verður lokað um helgar á tímabilinu frá 10. október til 18. október, til að takmarka samgang milli hópa.

Mælst er til þess að nemendur, kennarar og starfsfólk forðist aðstæður þar sem hætta er á smiti. Óþarfa ferðalög eru ekki ráðlögð á þessum tíma, einkum til Reykjavíkur. Hið sama gildir um einkasamkvæmi þar sem stórir hópar úr ólíkum áttum koma saman.

Við vonumst eftir skilningi allra hlutaðeigandi hvað þessar reglur varðar. Þær eru settar í framkvæmd til að mögulegt sé að halda úti kennslu og til að minnka áhrif ef smit kemur upp meðal nemenda, kennara eða starfsfólks.

Vinsamlegast munið eftir persónubundnum sóttvörnum, handþvotti, samskiptafjarlægð og notkun grímna þar sem það á við. Persónubundnar sóttvarnir hafa reynst best til að stemma stigu við sýkingum.

Eldri færslur