Sumarstarf: aðstoðarmaður fagstjóra

Sumarstarf: aðstoðarmaður fagstjóra

Nú í sumar mun SIT, School for International Traning, í 13. skipti koma med vettvangskólahóp til Vestfjarða. Um er að ræða háskólanema á grunnstigi sem munu dvelja á landinu í 7 vikur og sitja hér þverfaglegan áfanga um endurnýjanlega orku. SIT í samvinnu við Háskólasetur Vestfjarða óskar eftir að ráða aðstoðarmann fagstjóra.

Aðstoðarmaður :

starfar í náinni samvinnu við fagstjóra og þarf að vera tilbúinn í „24/7“ vinnu, þurfi þess með.   mun fást við verkefni sem eru af akademískum toga, en hann/hún mun einnig aðstoða við skipulagingu og ekki síst sinna samskiptum og aðstoð við nemendur. hefur bakgrunn við hæfi, þe háskólapróf í / er í framhaldsnámi í td umhverfisstjórnun, hagfræði eða verkfræði og getur tekið að sér að halda staka fyrirlestur, farið yfir nemendaverkefni oþh.

Vinnutími: 28. maí - 12. júlí, en viðkomandi þarf einnig að vera tilbúin/n til að taka þátt í undirbúningi. Sjá annars meðfylgjandi auglýsingu.

Sjávarflóðarannsóknir: Franskir verkfræðinemar kynna rannsóknarverkefni

Sjávarflóðarannsóknir við Háskólasetur Vestfjarða og Snjóflóðasetur Veðurstofu Íslands – franskir verkfræðinemar ljúka við rannsóknarverkefni.  

Í sumar hafa tveir nemar í hafverkfræði frá SeaTech-stofnuninni við Toulon Háskóla í Frakklandi, þau Elodie Jacquel og Jean-Baptiste Samson verið í starfsnámi við Snjóflóðasetur Veðurstofu Íslands. Þau eru senn á förum og kynna verkefnið á Háskólasetrinu föstudaginn 5. ágúst kl. 15:00-16:30 þar sem þau munu sýna og ræða það helsta í afrakstri sumarsins. Kynningin er opin almenningi og er haldin á ensku.

Élodie Jacquel og Jean-Baptiste Samson hafa verið í starfsnámi við Snjóflóðasetur Veðurstofu Íslands.
Élodie Jacquel og Jean-Baptiste Samson hafa verið í starfsnámi við Snjóflóðasetur Veðurstofu Íslands.

Sumarstarf: aðstoðarmaður fagstjóra

SIT í samvinnu við Háskólasetur Vestfjarða óskar eftir að ráða aðstoðarmann fagstjóra.

Nýsköpun og með því

Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Háskólasetur Vestfjarða boða til morgunverðarfundar á Hótel Ísafirði
fimmtudaginn, 29.01.2015, kl. 08:00-09:30 um sameiginleg tækifæri menntunar, stuðningsumhverfis og atvinnulífs.

Ýmis tækifæri liggja í nýsköpun sjávarafurða. Á fundinum verður fjallað um hvernig stuðningsumhverfið og menntunartækifæri geta stuðlað að því.
Ýmis tækifæri liggja í nýsköpun sjávarafurða. Á fundinum verður fjallað um hvernig stuðningsumhverfið og menntunartækifæri geta stuðlað að því.

Styrkir úr þróunarsjóði innflytjendamála 2014

Innflytjendaráð auglýsir eftir umsóknum um styrki úr þróunarsjóði innflytjendamála.
Eldri færslur