Viðbúnaður og upplýsingar vegna Covid 19

Uppfært 14.03.2020 kl. 18:30

Þann 13.03.2020 hefur heilbrigðisráðherra ákveðið, að fenginni tillögu sóttvarnalæknis og í samráði við mennta- og menningarmálaráðherra, að takmarka skólastarf tímabundið.

Markmiðið með takmörkun skólastarfs er að hægja eins og unnt er á útbreiðslu COVID-19 sjúkdómsins.

Þótt Háskólasetur Vestfjarða sé mjög lítil stofnun og að enn sem komið er séu engin tilfelli COVID-19 á Vestfjörðum, gilda tilmælin fyrir allt háskólastigið. Þetta hefur eftirfarandi í för með sér:

Frá og með mánudeginum, 16.03.2020 til 12.04.2020 verður allri kennslu og öðrum samskiptum við nemendur hagað þannig að enginn þarf að mæta í skólabygginguna. Staðbundinni kennslu verður breytt í fjarkennslu sem nemendur geta sótt að heiman. Þjónusta við nemendur verður veitt í gegnum tölvupóst eða síma.

Starfsmenn munu geta unnið að heiman, en verða aðgengilegir í gegnum tölvupóst og síma. Símtöl í vinnusíma verða áframsend í farsíma. Þegar haft er samband símleiðis er óskað eftir því að tillit sé tekið til venjulegs skrifstofutíma ef ekki er um neyðartilfelli að ræða.

Háskólasetrið er ekki eina stofnunin í Vestra-húsinu. Móttaka Háskólaseturs þjónustar margar stofnanir í husinu. Engu að síður munum við draga saman þjónustuna á næstu fjórum vikum. Móttökuritarar munu taka vaktir til skiptis. Móttakan verður opin á virkum dögum frá kl. 09 til kl. 13. Umfram þann tíma verður byggingin lokuð og aðeins aðgengileg þeim sem eru með lykil.

Þeir sem eru með lykil að Vestra-húsinu og með starfsstöð þar mega halda áfram að vinna á sinni vinnustöð ef þeir svo kjósa, en verða að tryggja að markmiðunum með takmörkun skólastarfs og samkomubanns sé fylgt. Aðgangur að byggingunni er takamarkaður við þennan þrönga hóp. Móttaka gesta verður ekki leyfilegt. Byggingarframkvæmdir sem eru í gangi munu halda áfram.

Á tímum eins og þessum er ekki ólíklegt að nemendur finna fyrir aukinni þörf fyrir náms- og starfsráðgjöf. Margrét er náms- og starfsráðgjafi og verður hægt að ná í hana eftir sem áður í gegnum síma eða netpóst.

Nemendur, kennarar og samstarfsmenn eru hvattir að hafa samband ef eitthvað bjátar á. Með minni samgangi er þeim mun mikilvægara að við verðum áfram í sambandi og vitum af hvert af öðru.

Nánari upplýsingar:

Vefsíða Embættis landlæknis

Upplýsingasíða um Covid-19 á Íslandi

Viðbúnaður og upplýsingar vegna Covid 19

Háskólasetur Vestfjarða fylgist náið með þróun mála í sambandi við COVID-19 faraldurinn.

Fyrir viku var lýst yfir neyðarstig almannavarna, sem hefur þó lítil bein áhrif á starfsemi Háskólaseturs. Meðan þetta breytist ekki, höldum við starfseminni áfram að sem mestu leyti óbreyttri. Eins og annarrstaðar leggjum við áherslu á hreinlæti og annað sem er til þess fallið að hægja á útbreiðslu veirusýkingarinnar.

Hins vegar kann staðan að breytast. Ef svo er munum Háskólasetrið laga sig að aðtæðum og fylgja þeim fyrirmælum sem gefin eru út á hverjum tíma. Við munum gera það með það að leiðarljósi að veita nemendum áfram bestu mögulegu þjónustu á sama tíma og við uppfyllum settar öryggisráðstafanir.

Viðbúnaður vegna Covid 19

Eins og kunnugt er hefur Ríkislögreglustjóri lýst yfir neyðarstigi almannavarna í samráði við sóttvarnalækni og embætti landlæknis. 

Nemendur og starfsfólk Háskólaseturs Vestfjarða eru minntir á mikilvægi þess að fylgja leiðbeiningum sóttvarnalæknis, nýjustu upplýsingar er ávallt að finna á vef Landlæknisembættisins: www.landlaeknir.is  Þar er einnig að finna spurningar og svör um sjúkdómseinkenni og annað varðandi kórónaveiruna og COVID-19. 

Hreinlæti/þrif

Fyrst og síðast er handþvottur mikilvægasta sýkingavörnin sbr. leiðbeiningar Landlæknisembættisins og Vísindavefs Háskóla Íslands. Jafnframt hefur verið lögð aukin áhersla á þrif í Háskólasetri. 

Einkenni/veikindi

Áríðandi er að þeir sem finna fyrir sjúkdómseinkennum eða hafa mögulega verið útsettir fyrir smiti, t.d. vegna ferðalaga, hringi í síma 1700 og fái leiðbeiningar. Nemendum hjá Háskólasetri Vestfjarða er sömuleiðis velkomið að hafa samband við starfsmenn hvenær sem er. Þeir sem finna fyrir einkennum haldi sig heima og komi alls ekki veikir í Háskólasetrið. Nemendur sem telja sig tilheyra áhættuhópum mættu gjarnan láta vita af sér.

Hættusvæði/ferðalög

Nemendur og starfsfólk er beðið sérstaklega að fylgjast vel með nýjustu upplýsingum um þau landsvæði sem skilgreind eru sem hættusvæði. Fólk ætti ekki að ferðast til þessara svæða en ef ekki verður hjá því komist, þarf fólk að fara í sóttkví skv. leiðbeiningum sóttvarnarlæknis og Landlæknis.

Samkomur/viðburðir

Ekki er búið að lýsa yfir samkomubanni, þó það kunni að breytast á einhverju tímapunkti. Háskólasetrið stendur ekki fyrir neinum stórviðburðum þetta vor. Þátttakendur í ráðstefnu um íslenska þjóðfélagið verða upplýstir sérstaklega.

Nám og kennsla

Nemendur í staðnámi þurfa að reikna með að námskeið verði kennd í fjarnámsformi, ef kemur til þess að kennari geti ekki komið. Háskólasetrið vinnur að undirbúningi fyrir slíkt ef til kemur.

Komi til þess að gefin verði fyrirmæli um samkomubanni eða skólum lokað af yfirvöldum mun Háskólasetrið leggja sig fram um að kennsla haldi áfram í fjarnámsformi svo nám riðlist sem minnst.

Í núverandi stöðu getur Háskólasetrið uppfyllt hlutverk sitt sem þjónustumiðstöð fyrir vestfirska fjarnema sem koma hingað í próf.

Þátttakendur sem koma í stök námskeið þetta vor eru beðnir að hafa samband. Háskólasetrið mun víkka út sína endurgreiðslustefnu fyrir vormisserið.

Þjónusta

Grunnþjónustu við nemendur og starfsfólk verður haldið áfram eins og kostur er þó að til komi samkomubann eða lokun skólans. Þjónusta gæti þó takmarkast við símasamskipta eða aðrar rafrænnar samskiptaleiðir.

Sumarstarf: aðstoðarmaður fagstjóra

Sumarstarf: aðstoðarmaður fagstjóra

Nú í sumar mun SIT, School for International Traning, í 13. skipti koma med vettvangskólahóp til Vestfjarða. Um er að ræða háskólanema á grunnstigi sem munu dvelja á landinu í 7 vikur og sitja hér þverfaglegan áfanga um endurnýjanlega orku. SIT í samvinnu við Háskólasetur Vestfjarða óskar eftir að ráða aðstoðarmann fagstjóra.

Aðstoðarmaður :

starfar í náinni samvinnu við fagstjóra og þarf að vera tilbúinn í „24/7“ vinnu, þurfi þess með.   mun fást við verkefni sem eru af akademískum toga, en hann/hún mun einnig aðstoða við skipulagingu og ekki síst sinna samskiptum og aðstoð við nemendur. hefur bakgrunn við hæfi, þe háskólapróf í / er í framhaldsnámi í td umhverfisstjórnun, hagfræði eða verkfræði og getur tekið að sér að halda staka fyrirlestur, farið yfir nemendaverkefni oþh.

Vinnutími: 28. maí - 12. júlí, en viðkomandi þarf einnig að vera tilbúin/n til að taka þátt í undirbúningi. Sjá annars meðfylgjandi auglýsingu.

Sjávarflóðarannsóknir: Franskir verkfræðinemar kynna rannsóknarverkefni

Sjávarflóðarannsóknir við Háskólasetur Vestfjarða og Snjóflóðasetur Veðurstofu Íslands – franskir verkfræðinemar ljúka við rannsóknarverkefni.  

Í sumar hafa tveir nemar í hafverkfræði frá SeaTech-stofnuninni við Toulon Háskóla í Frakklandi, þau Elodie Jacquel og Jean-Baptiste Samson verið í starfsnámi við Snjóflóðasetur Veðurstofu Íslands. Þau eru senn á förum og kynna verkefnið á Háskólasetrinu föstudaginn 5. ágúst kl. 15:00-16:30 þar sem þau munu sýna og ræða það helsta í afrakstri sumarsins. Kynningin er opin almenningi og er haldin á ensku.

Élodie Jacquel og Jean-Baptiste Samson hafa verið í starfsnámi við Snjóflóðasetur Veðurstofu Íslands.
Élodie Jacquel og Jean-Baptiste Samson hafa verið í starfsnámi við Snjóflóðasetur Veðurstofu Íslands.

Sumarstarf: aðstoðarmaður fagstjóra

SIT í samvinnu við Háskólasetur Vestfjarða óskar eftir að ráða aðstoðarmann fagstjóra.
Eldri færslur