Þróunarsjóður innflytjendamála

Þróunarsjóður innflytjendamála er starfræktur í velferðarráðuneyti og hefur ráðuneytið samið við Háskólasetur Vestfjarða um umsjón með vörslu og umsýslu sjóðsins. Innflytjendaráð fer með stjórn sjóðsins og gerir ráðið tillögur til velferðarráðherra um styrki hverju sinni.

Sjóðurinn var stofnaður í mars 2007 í þeim tilgangi að efla rannsóknir og þróunarverkefni á sviði málefna innflytjenda með það að markmiði að auðvelda innflytjendum aðlögun að íslensku samfélagi og gera samfélaginu betur kleift að koma til móts við þá.

Úthlutun fer fram einu sinni á ári og eru styrkir almennt veittir félögum, samtökum og opinberum aðilum, ekki síst grasrótar- og hagsmunafélögum innflytjenda. Einstaklingum eru að jafnaði einungis veittir styrkir til rannsókna. Til ráðstöfunar eru 10 milljónir króna og geta styrkir verið að hámarki 75% heildarkostnaðar verkefnis. Unnt er að sækja um á íslensku og ensku.

 

Allar nánari upplýsingar um sjóðinn má sjá á stikunni hér til vinstri. Stuttar kynningar á þeim verkefnum sem hafa verið unnin og sem er lokið má finna undir Samantektir eldri verkefna.


Reglur sjóðsins og fleira er að finna á heimasíðu velferðarráðuneytisins, sjá einnig hlekki hér til vinstri.