Í febrúar 2009 skipaði þáverandi félags- og tryggingamálaráðherra stýrihóp um velferðarvakt sem hefur það hlutverk að fylgjast með félagslegum jafnt sem fjárhagslegum afleiðingum bankahrunsins fyrir fjölskyldur og einstaklinga í landinu. Hlutverk stýrihópsins er að stýra velferðarvaktinni og samhæfa upplýsingaöflun og gera tillögur um aðgerðir í þágu heimilanna. Stýrihópurinn hefur í starfi sínu leitað eftir samráði við stofnanir og frjáls félagasamtök sem láta sig málefni fjölskyldna og einstaklinga varða og hafa reglulega verið haldnir samráðsfundir með þessum aðilum.
Sérstakur sjóður var einnig settur á laggirnar og er tilgangur þessa sjóðs að styrkja átaksverkefni sem styðja við aðgerðir fyrir hópa sem hafa orðið illa úti áf völdum efnahagskreppunar.