Þróunarsjóður innflytjendamála

Þróunarsjóður innflytjendamála var stofnaður í mars 2007 og er hann starfræktur í félagsmálaráðuneytinu. Háskólasetur Vestfjarða hefur frá stofnun annast umsýslu sjóðsins samkvæmt samningi við ráðuneytið. Innflytjendaráð fer með stjórn sjóðsins og gerir ráðið tillögur til félagsmálaráðherra um styrki hverju sinni.

Sjóðnum er ætlað að efla rannsóknir og þróunarverkefni á sviði málefna innflytjenda með það að markmiði að auðvelda innflytjendum að aðlagast  íslensku samfélagi og gera samfélaginu betur kleift að koma til móts við þá.

Úthlutun fer fram einu sinni á ári og eru styrkir almennt veittir félögum, samtökum og opinberum aðilum, ekki síst grasrótar- og hagsmunafélögum innflytjenda. Einstaklingum eru að jafnaði einungis veittir styrkir til rannsókna. Til ráðstöfunar 2020-2021 eru u.þ.b. 25 milljónir króna og að auki er viðbótarframlag uppá tæpar 17 milljónir til NEET verkefna vegna Covid-19. NEET er skammstöfun fyrir Not in Education Employment or Training og þau verkefni snúa sérstaklega að ungmennum af erlendum uppruna á aldrinum 16-19 ára sem eru hvorki í vinnu né námi. Styrkir geta að hámarki verið 75% heildarkostnaðar verkefnis. Unnt er að sækja um á íslensku og ensku.
Hér má sjá þau verkefni sem hlutu styrki 2020-2021.

Stuttar kynningar á þeim verkefnum sem er lokið má finna hér: Samantektir eldri verkefna.

Reglur sjóðsins og fleira er að finna á heimasíðu félagsmálaráðuneytisins.

Ef þú hefur einhverjar spurningar eða athugasemdir þá vinsamlegast hafðu samband við Þórdísi Lilju Jensdóttur hjá Háskólasetrinu í síma 450 3040 eða throunarsjodur@uw.is 

 

 

 

 

Frá veitingu styrkja úr þróunarsjóði innflytjendamála í maí 2017; www.stjornarradid.is
Frá veitingu styrkja úr þróunarsjóði innflytjendamála í maí 2017; www.stjornarradid.is