Þróunarsjóður innflytjendamála

Þróunarsjóður innflytjendamála var stofnaður í mars 2007 og er hann starfræktur í félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu. Háskólasetur Vestfjarða hefur frá stofnun annast umsýslu sjóðsins samkvæmt samningi við ráðuneytið. Innflytjendaráð fer með stjórn sjóðsins og gerir ráðið tillögur til félags- og vinnumarkaðsráðherra um styrki hverju sinni.

Sjóðnum er ætlað að efla rannsóknir og þróunarverkefni á sviði málefna innflytjenda með það að markmiði að auðvelda innflytjendum að aðlagast  íslensku samfélagi og gera samfélaginu betur kleift að koma til móts við þá.

Úthlutun fer fram einu sinni á ári og eru styrkir almennt veittir félögum, samtökum og opinberum aðilum, ekki síst grasrótar- og hagsmunafélögum innflytjenda. Einstaklingum eru að jafnaði einungis veittir styrkir til rannsókna. Til ráðstöfunar 2020-2021 eru u.þ.b. 25 milljónir króna og að auki er viðbótarframlag uppá tæpar 17 milljónir til NEET verkefna vegna Covid-19. NEET er skammstöfun fyrir Not in Education Employment or Training og þau verkefni snúa sérstaklega að ungmennum af erlendum uppruna á aldrinum 16-19 ára sem eru hvorki í vinnu né námi. Styrkir geta að hámarki verið 75% heildarkostnaðar verkefnis. Unnt er að sækja um á íslensku og ensku.
Hér má sjá þau verkefni sem hlutu styrki 2020-2021.

Stuttar kynningar á þeim verkefnum sem er lokið má finna hér: Samantektir eldri verkefna.

Reglur sjóðsins og fleira er að finna á heimasíðu félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins.

Ef þú hefur einhverjar spurningar eða athugasemdir þá vinsamlegast hafðu samband við Ester Sturludóttur hjá Háskólasetrinu í síma 450 3040 eða throunarsjodur@uw.is 

 

 

 

 

Frá veitingu styrkja úr þróunarsjóði innflytjendamála í maí 2017; www.stjornarradid.is
Frá veitingu styrkja úr þróunarsjóði innflytjendamála í maí 2017; www.stjornarradid.is