Bókasafn Háskólaseturs Vestfjarða

Í Háskólasetrinu er lítið en öflugt bókasafn og má þar finna t.d. fræði- og námsbækur, ýmsar handbækur, orðabækur, vestfirskt efni, skýrslur, fagurbókmenntir og margt fleira. Meginþorri efnisins tengist meistaranámsleiðunum í Haf- og strandsvæðastjórnun og Sjávarbyggðafræði.  

Allt efni er skráð í Gegni, samskrá íslenskra bókasafna og leitarhæft í gegnum leitargáttina leitir.is. Í gegnum leitir.is er einnig aðgangur að ýmsum öðrum rafrænum gagnagrunnum, svosem vísindalegum tímaritasöfnum og fleira. Leiðbeiningar fyrir leit að efni í safni Háskólaseturs er að finna hér.  

Upplýsingar og aðstoð veitir umsjónarmaður bókasafns, Sigþrúður Margrét Gunnsteinsdóttir.


Aðstaða til náms

Háskólasetrið býður nemendum upp á lestraraðstöðu, prentaðstöðu og aðgang að þráðlausu neti. Í bókasafni Setursins eru lestrarbásar í lokuðu rými, en einnig er aðstaða í minni lesherbergjum á fyrstu hæð hússins. Sjá einnig Aðstaða nemenda í Háskólasetri Vestfjarða.


Millisafnalán

Nemendur í meistaranámi á vegum Háskólaseturs geta pantað efni í millisafnaláni hjá umsjónarmanni safns. Þjónustan kostar 750 kr. fyrir hvert eintak sem pantað er frá innlendu safni. 

Fjarnemar hafa samband við bókasafn viðkomandi háskóla.

Bókasafnið Ísafirði - almenningsbókasafn

Á Ísafirði er almenningsbókasafn og þar er einnig góð aðstaða til náms. Safnið er opið kl. 12-18 virka daga og kl. 13-16 laugardaga. Frekari upplýsingar á vef Bókasafnsins Ísafirði.

 

Krækjur

Leiðbeiningar