Í Háskólasetri Vestfjarða er boðið upp á fyrsta flokks aðstöðu fyrir háskólanema sem stunda fjarnám við háskóla landsins.
Fjarnemar geta nýtt fjölbreytt rými innan Háskólasetursins til náms, verkefnavinnu eða fundarhalda. Í húsinu eru sex kennslustofur sem nýttar eru fyrir kennslu á daginn en stofurnar geta fjarnemar nýtt sem lestrar- og vinnuaðstöðu að kennslu lokinni.
Á bókasafni Háskólaseturs er góð lesaðstaða með skrifborðum með skilrúmum sem veita gott næði við vinnu.
Geymsluskápar eru einnig til staðar og til afnota fyrir nemendur. Á fyrstu hæð/jarðhæð eru einnig aðgengileg lesherbergi þar sem nemendur geta unnið í næði.
Greiða þarf hóflegt aðstöðugjald fyrir hverja önn, sjá verðskrá hér að neðan.
Háskólasetur Vestfjarða býður nemendum aðgang að þráðlausu neti. Gert er ráð fyrir að nemendur hafi yfir að ráða fartölvu með þráðlausu netkorti.
Þráðlausa netið er opið fyrir nemendur sem hafa skráð sig hjá riturum og greitt aðstöðugjald.
Nauðsynlegt er að hafa tölvur uppfærðar hvort sem um er að ræða uppfærslur vírusvarna eða öryggisuppfærslur stýrikerfis. Ef nemandi uppfærir ekki tölvuna sína getur hann átt von á að lokað verði fyrir allt netsamband vélarinnar ef hún smitast af vírusum. Uppfærið tölvuna í gegnum heimasíðu Microsoft.
ATH! Ekki er sjálfgefið að nýjar vélar séu uppfærðar fram að deginum sem þær eru keyptar.
Í Háskólasetrinu er ljósritunarvél sem nemendur geta prentað, ljósritað og skannað inn efni, hann er staðsettur í móttökunni. Fylgst er með prent notkun nemenda.
Húsnæði Háskólasetursins er læst eftir klukkan 16:00 á daginn. Til að hafa aðgang að húsnæði Háskólasetursins eftir lokun þá geta nemendur fengið lyklakort hjá ritara. Nemendur greiða 3000 kr. tryggingu sem er endurgreidd þegar kortinu er skilað í lok skólaárs.
Þjófavarnarkerfi hússins er virkt milli 02:00 eftir miðnætti, til klukkan 6:30 á morgnana. Ef nemendur hafa í hyggju að vera í Háskólasetrinu að næturlagi þurfa þeir að láta starfsmenn vita svo hægt sé að gera ráðstafanir varðandi þjófavarnarkerfið.
Nemendur hafa aðgang að kaffisal Háskólasetursins og geta geymt mat í skápum og í ísskáp. Mikilvægt er að merkja allt sem ykkur tilheyrir. Í kaffisal er kaffivél en nemendur þurfa að greiða fyrir kaffið. Kaffibolli kostar 300 kr. Hægt er að kaupa mánaðarkort í móttökunni fyrir 3.000 kr.
Starfsmenn Háskólaseturs sinna prófyrirsetu fyrir alla háskóla á Íslandi og allir nemendur sem stunda nám á háskólastigi geta sótt um að hafa Háskólasetur Vestfjarða sem sinn prófstað. Fjarnemar sem hafa áhuga á að taka próf á Ísafirði geta nýtt sér fjarprófsþjónustu Háskólasetursins en sambærileg þjónusta er einnig í boði á Patreksfirði og Hólmavík.
Hafi nemandi áhuga á að taka próf í Háskólasetrinu þá er mjög mikilvægt að viðkomandi byrji á því að hafa samband við sinn háskóla og gangi frá skráningu í fjarpróf eftir viðeigandi leiður. Einnig þarf að skrá Háskólasetur Vestfjarða sem prófstað í Uglu.
Kennslustjóri og verkefnastjóri hafa takmarkaðar upplýsingar um fjarnema á svæðinu og því mikilvægt að nemendur hafi samband við verkefnastjóra með góðum fyrirvara.
Verkefnastjóri fjarprófa:
Sigþrúður Margrét Gunnsteinsdóttir
Kennslustjóri:
Ritarar:
Guðrún Sigríður Matthíasdóttir
Verðskrá
Aðstöðugjald kr. 2000 (innifalið er aðgangur að þráðlausu neti og prenturum setursins, fyrstu 70 blöð til prentunar, aðgangur að allri les- og vinnuaðstöðu, aðgangur að eldhúsi o.s.frv.)*
*Sé aðstöðugjald ekki greitt er brýnt að kortum sé skilað í afgreiðslu Háskólaseturs og er skilagjald þá endurgreitt.
Prentun
Hafðu samband:
+354 450-3040
info(hja)uw.is
Suðurgata 12, 400 Ísafjörður
Kt: 610705-0220