Tónlistarhátíðin og sumarnámskeiðin Við Djúpið eru orðin fastur liður í íslensku tónlistarlífi. Í gegnum árin hafa færustu tónlistarmenn á sínu sviði boðið upp á fjölbreytta tónleika og masterklass námskeið alla daga hátíðarinnar. Á hátíðinni stendur öll tónlist jafnfætis, hvort sem það er klassík, djass, popp eða nútímatónlist.
Masterklass námskeiðin eru haldin í náinni samvinnu við Tónlistardeild Listaháskóla Íslands og eru einingarbær á háskólastigi.
Upplýsingar um skráningu á masterklass námskeiðin er að finna hér.