Fimm daga námskeið haldið á Hrafnseyri, á Ísafirði og í Holti, dagana 27. - 31. júlí 2009. Námskeiðið er alþjóðlegt, kennt á ensku og opið öllum.
Allar frekari upplýsingar um námskeiðið, kennara, lesefni, skráningu og fleira eru á ensku.Kennarar námskeiðsins eru þeir Richard Jenkins prófessor í félagsfræði við Sheffield háskóla og Valdimar Halldórsson safnstjóri Minningarsafns Jóns Sigurðssonar á Hrafnseyri.
Á námskeiðinu munu nemendur verða kynntir fyrir helstu hugtökum, kenningum og viðhorfum sem varðar hugtök eins og þjóð, þjóðerni og þjórnisstefna, hvað það þýðir að tilheyra ákveðinni þjóð, þjóðflokki (ethnie) eða samfélagi þjóða eins og Evrópubandalaginu. Einnig verður fjallað um fylgifiska hnattvæðingarinnar, eins og fjölmenningu (multiculturalism), áhrifum valds og heimsborgarmenningu (cosmopolitanism). Þótt aðal umfjöllunin á námsskeiðinu verði byggð á sögu Íslands og sjálfstæðisbaráttu landsins, munu dæmi frá öðrum löndum og þjóðum einnig verða notuð til útskýringar.
Námskeiðið mun þannig kynna, sögu Íslands, íslenskt þjóðerni, íslenska þjóðernisstefnu og baráttu landsins fyrir sjálfstæði sínu á 19. og 20 öld, sem og á tímum alþjóðlegrar samvinnu, nýfrjálshyggju, fjölmenningu og heimsborgaralegs samfélags - þ.e.a.s. hnattvæðingu 21. aldarinnar. Þetta mun veita nemendum möguleika á því að ræða hluti sem tengjast þessum hugtökum, kenningum og viðhorfum á uppbyggilegan hátt.
Öll tilheyrum við einhverri þjóð í dag, þótt svo hafi ekki altaf verið hér áður fyrr. Á námskeiðinu munum við því fjalla um hvernig fólk býr til, viðheldur eða breytir þjóðerni sínu gegnum tíðina.
Kennslan verður í formi fyrirlestra, hópvinnu og samræðna þar sem hinir alþjóðlegu nemendur munu verða hvattir til að nota bæði heimildir og þeirra eigin reynslu sem borgarar í hinum ýmsu þjóðríkjum, til að ræða spurningar eins og; hvað sé þjóð, þjóðerni og þjóðernisstefna? Hvernig, hvenær og hvers vegna það birtist? Þurfum við á þessu að halda í dag eða kemur þetta í veg fyrir að við getum öðlast (Evrópskt og/eða) hnattrænt/heimsborgarleg viðhorf/stefnu sem við getum samsamað okkur við?