Sumarháskóli í sýningagerð á Hrafnseyri

Háskólasetur Vestfjarða og Safn Jóns Sigurðssonar á Hrafnseyri auglýsa sumarháskóla í sýningagerð á Hrafnseyri í samvinnu við Museumshöjskolen í Danmörku, Riksutställningar í Svíþjóð og Finlands Nationalmuseum.
Tími: 16.-21. júni 2006.
Upplifið Hrafnseyri á afmælisdegi Jóns Sigurðssonar 17. júni!

Sumarháskólinn gefur þátttakendum tækifæri til að læra um sýningahönnun og sýningagerð af fremstu sérfræðingum Norðurlanda. Þar að auki fá þeir tækifæri til að vinna í litlum hópum með leiðbeinendum frá virtum stofnunum að eigin hugmyndum um safnið á Hrafnseyri. Þannig fá þátttakendur innsýn í nýjustu strauma og stefnur í faginu, sem þeir geta nýtt sér í hugmyndavinnu sinni um safnið. Í lokin verða þessar hugmyndir kynntar og með þeim afrakstur sumarháskólans.

Listi gestafyrirlesara er glæsilegur. Ralph Appelbaum, stofnandi stærsta sýningarhönnunarfyrirtækis heimsins, er heimsþekktur. Auk þess er von á virtum gestafyrirlesurum frá nær öllum Norðurlöndunum. Hátíðardagskrá á Hrafnseyri. Ferðir fyrir þátttakendur og gestafyrirlesara. Heimsóknir í merk söfn á Vestfjörðum. Workshop, hópavinna. Kynning á verkefnum þátttakenda.

Markhópur: Námsmenn í safnafræði og sýningahönnun og tengdum fögum. Starfandi og verðandi safnafólk. Áhugamenn um Hrafnseyri. Fjöldi þátttakenda takmarkaður. Sumarháskólinn er auglýstur á öllum Norðurlöndum.

Tími: 16. júni til 21. júni 2006.
Staður: Safn Jóns Sigurðssonar á Hrafnseyri, Arnarfirði
Námskeiðsgjald: íkr 35.000 (ca. 2950 dkr)