Act alone

Sigurður Skúlason leikari heldur námskeið í textaflutningi, laust mál og bundið. Greining og túlkun texta er mikilvæg öllum leikurum sem og öðrum sem koma fram hvort heldur á bæjarstjórnarfundi eða á þorrablóti. Sigurður Skúlason er vel kunnur fyrir leik sinn í sjónvarpi og í kvikmyndum auk þess sem rödd hans er vel kunn í útvarpi. Óhætt er að segja að Sigurður sé meðal bestu upplesara hér á landi og er því mikill fengur að geta boðið uppá þetta vandaða námskeið á Act alone 2008. Rétt er að geta þess strax að þátttakendafjöldi á námskeiðinu er miðaður við 15 manns og er því rétt að vera snöggur að skrá sig.

 

Allar nánari upplýsingar um dagskrá og tímasetningar má finna á vefsíðu hátíðarinnar.