Myndir af fyrirhuguðum Stúdentagörðum

Stúdentagarðar Háskólaseturs Vestfjarða verða staðsettir við Fjarðarstræti 20 á Ísafirði, þar sem áður voru gamlir skúrar sem voru rifnir í september 2022. 

Grunnhönnun húsnæðisins er eftir Kjartan Árnason, arkitekt á Ísafirði.

Um er að ræða 40 einstaklingsíbúðir í tveimur tveggja hæða byggingum, fermetrafjöldi er alls 1.220.

Áætlað er að helmingur íbúðanna verði tilbúinn haustið 2023 og að fyrstu íbúar geti flutt inn í byrjun skólaárs. 

Myndin hér að neðan sýnir afstöðu bygginganna við Fjarðarstræti 20.

 

HSES

Fréttir og framvinda