Húsnæðissjálfseignarstofnun

Stofnfundur HSES Háskólaseturs Vestfjarða fór fram 16. ágúst 2022. Húsnæðissjálfseignarstofnunin mun sinna byggingarframkvæmd og rekstri nýrra leiguíbúða fyrir námsmenn. Háskólasetur Vestfjarða er eini stofnaðilinn og lagði fram 1 milljón króna í stofnfé.

Í stjórn HSES sitja:

Halldór Halldórsson, forstjóri Íslenska kalkaþörungafélagsins, -fyrrverandi stjórnarformaður Háskólaseturs Vestfjarða og fyrrverandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar. halldor(hjá)iskalk.is

Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Vestfjarðarstofu. sirry(hjá)vestfirdir.is. 

Hildur Dagbjört Arnardóttir landslagsarkítekt. hildur.dagbjort(hjá)gmail.com

Varamaður í stjórn er Karl Ásgeirsson, Skaginn3x. 

Þá tilnefndi Háskólasetrið 8 fulltrúa af Vestfjörðum í fulltrúaráð stofnunarinnar, sem hafa fjölbreyttan bakgrunn, enda var lögð áhersla á að hafa breiðan hóp úr samfélaginu í fulltrúaráði. Þar að auki voru tilnefndir 4 fulltrúar íbúa sem eru nemendur eða fv. nemendur við Háskólasetur Vestfjarða.

Umsókn Háskólaseturs Vestfjarða um stofnframlag var samþykkt af Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, en samþykkt var að veita 18% stofnframlag, 4% viðbótarframlag og sérstakt byggðarframlag.

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar ákvað einnig að sveitarfélagið myndi styrkja bygginguna með úthlutun stofnframlags.

 

Myndir

Fréttir og framvinda