MI02 Nýsköpun í fiskeldi, 2017

Kennt á sunnanverðum Vestfjörðum, höfuðstað fiskeldis á Íslandi

Bláa hagkerfið er löngu hætt að snúast aðeins um veiðar og vinnslu. Á Vestfjörðum hefur fisk­eldi t.d. rutt sér til rúms og í notkun þangs, þara og annarra nytja stranda leynast möguleikar fyrir atvinnulíf framtíðarinnar. Aukin verðmæti skapast oft með því að tengja bláa hagkerfið við það græna.

Þetta vettvangsnámskeið á Tálknafirði um ný­sköpun í fiskeldi nýtur góðs af nálægð við atvinnulíf tengt viðfangsefnunum og eru fyrir­tækja­heimsóknir hluti af náminu.

Nemendur fá innsýn í möguleika og áskoranir fisk­eldis í köldum sjó.

Námskeiðslýsing

Í þessu námskeiði fást þátttakendur við sjávartengda nýsköpun á Vestfjörðum í nánu samvinnu við atvinnulífið á svæðinu. Þátttakendur munu á þessu námskeiði vinna að sínu eigin nýsköpunarverkefni og þróa viðskipta­áætlun byggt á business model canvas eða sambærilegri aðferð. Námskeiðið samastendur af kennslu, leiðbeiningu og umræðu, sem og heimsóknum í fyrirtæki. Að námskeiðinu loknu munu þátttakendur skila viðskiptaáætlun í skriflegu formi. Gera þarf ráð fyrir að kennsla, fyrirtækjaheimsóknir og vinna við nýsköpunarverkefni að eigin vali muni taka um 45 tíma, en gert er ráð fyrir að skrifleg útfærsla verkefnis í lok námskeiðs taki um 5 tíma.

Lærdómsviðmið

Þátttakandi hefur öðlast þekkingar sem þörf er til að skilja heldstu áskoranir og vanda greinarinnar og sem nýtist til að tilgreina raunhæfar nýsköpunarhugmyndir.

Þátttakandi kann að búa til raunhæfa viðskiptaáætlun.

Þátttakandi kann að beita aðferðum og verklagi, sem leiðir til nýsköpunar.

Þátttakendur hafa í lok námskeiðanna öðlast tilfinningu á eigin styrkleikum og takmörkunum, sem og hvernig að vinna úr þeim. Þátttakendur hafa sýnt í verki sköpunarmátt með framsetningu á eigin viðskiptahugmynd sem byggir á nýsköpun og kunna að meta kosti og ókosti eigins verkefnis og annarra þátttakenda.

Námsmat

Virk þátttaka í öllum þáttum. Veitt er staðið/fallið sem lokaeinkunn í MI02.  Námsmatið samanstendur af eftirfarandi þáttum:

  • mæting
  • virk þátttaka í umræðum
  • rökstutt val og úrvinnslu á verkefnishugmynd
  • kynning verkefnishugmyndar og úrvinnslu ábendinga og gagnrýni
  • þátttaka í hagnýtri kynningu á styrkjaumhverfi
  • sýna í verkefninu að þeir hafi tekið inn fræðilega og hagnýtar ábendingar
  • ritun raunhæfrar viðskiptaáætlunnar með leiðbeinanda

Kennsluáætlun

Drög að kennsluáætlun gera ráð fyrir kennslu, hópavinnu, einstaklingsvinnu og fyrirtækjaheimsóknum og þarf að gera ráð fyrir vinnu í allann daginn og á kvöldum.

Kennslustaður

Á Tálknafirði er kennt í gömlu skólahúsnæði, Dúnhaga, sem er rétt hjá sundlauginni. Frá þorpinu er um það bil 900 m göngu í Dúnhaga. í Dúnhaga er salur og aðstaða fyrir einstaklings- og hópavinnu. Þar er internettenging. Húsið verður aðgengilegt þátttakendum í allann daginn. Hluta kennslunnar er heimsóknir í fyrirtækin á sunnanverðum Vestfjörðum.

Gisting

Námskeiðið er á Tálknafirði, þaðan sem stutt er í öll fyrirtækin. Tálknafjörður er lítill staður og hefur Háskólasetur samið við gistihúsið Bjarmaland á staðnum um að taka frá herbergi fyrir nemendur, en þar er takmarkað rými en gististaðir eru líka á Bíldudal og Patreksfirði, í 15 km fjarlægð. Á Patreksfirði er hótel.

Matur

Þar sem á Tálknafirði er eingöngu lítil búð og matsölustaður hefur Háskóalsetrið samið við matsölustaðinn Hópið um bæði hádegismat og kvöldmat og er maturinn innifalið í verði. Valkostur fyrir grænmetisætur í boði.

Ferðin á Tálknafjörð

Reykjavík – Tálknafjörður: 230 km + ferjan Baldur   www.seatours.is

Reykjavík – Tálknafjörður: 420 km (um Búðardal/Reykhólar)

Ísafjörður-Tálknafjörður: ca. 460 km (um Hólmavík)

Flug: www.ernir.is á Bíldudal. Hægt er að komast á flugi bæði sunnudaginn og föstudaginn.

Ferðadagar

Sunnudagur 19.03.2017 ferðadagur til Tálknafjarðar. Námskeiðsbyrjun er sunnudaginn, 19.03.2017, kl. 17:00 í Dúnhaga við sundlauginni. Námskeiði lýkur föstudaginn 24.03.2017 í hádeginu með hádegismat. Passað verður upp á að hægt verði að komast í flug frá Bíldudal í hádeginu.

Lengd, staður, verð

Lengd: 1 vika (2 ECTS) – 19.03.2017-24.03.2017

Staður: Tálknafjörður

Tungumál: Enska (skrifleg viðskiptaáætlun má vera á íslensku)

Þátttökugjald:          20.000 kr fyrir þátttakendur úr atvinnulífi

                              0 kr.   fyrir þátttakendur frá samstarfsneti opinberra háskóla og Erasmus/Nordplus

Matur/kaffi               15.000 kr.

Skráning

http://www.uw.is/opin_namskeid/

Frekari upplýsingar

Hafið gjarnan samband við Peter Weiss, forstöðumann:  weiss@uw.is   450 3045 eða 450 3000