Inntökuskilyrði

Dæmi um sjávartengda nýsköpun á Vestfjörðum er saltvinnsla Saltverks við Reykjanes í Ísafjarðardjúpi.
Dæmi um sjávartengda nýsköpun á Vestfjörðum er saltvinnsla Saltverks við Reykjanes í Ísafjarðardjúpi.

Námsleiðin er í endurskipulagningu og því er ekki tekið við umsóknum í hana sem stendur.

Skilyrði fyrir inntöku í nám í Sjávartengdri nýsköpun er að umsækjandi hafi lokið grunnháskólagráðu og gildir einu hvort um er að ræða BA, BSc eða BEd. Meistaranámsnefnd setur nánari reglur um inntöku og hámarksfjölda nemenda. Nemendur fylla út umsóknareyðublað en auk þess skrifar hver og einn nemandi kynningarbréf þar sem viðkomandi segir frá sjálfum sér, ástæðum þess að hann óskar eftir að sækja þetta tiltekna nám og hvaða væntingar hann hefur til námsins. Með umsókninni þurfa nemendur jafnframt að láta fylgja kynningu á nýsköpunarverkefni sem þeir hyggjast vinna að samhliða náminu. Eðlilegt er að verkefnið og útfærsla þess taki breytingum í námsferlinu.

Námsáætlun er einstaklingsmiðuð. Gert er ráð fyrir að nemendur búi yfir góðri kunnáttu jafnt í íslensku sem ensku til að geta nýtt það úrval námskeiða sem er í boði.