Nýsköpunarverkefni
Sjávartengd nýsköpun er víðtækt hugtak enda á hún sér stað í fjölmörgum greinum s.s. í sjávarútvegi og fiskeldi, matvælaframleiðslu, orkuiðnaði og hátækni. Slíka nýsköpun er ekki síst að finna í ferðaþjónustu og fjölbreyttri menningarstarfsemi.
Nemendur sækja um með ákveðin nýsköpunarverkefni í huga en eðlilegt er að hugmyndirnar taki breytingum á námstímanum.
Hér eru dæmi um nokkur nýsköpunarverkefni:
- Markaðssetning villtra skelja
- Framleiðsla og markaðssetning varnings úr fiskiroði
- Myndun klasa og markaðssetning sjávartengdrar ferðaþjónustu á afmörkuðu svæði