Skipulag námsins

Námið er 90 ECTS og tekur þrjár annir í fullu námi. Það hefst að jafnaði á haustönn. Annað námsskipulag er mögulegt í samráði við leiðbeinanda og með samþykki meistaranámsnefndar. Framlag nemenda skal vera 45 ECTS í námskeiðum og 45 ECTS í hagnýtu nýsköpunarverkefni. Vakin er sérstök athygli á því að vinnuálag fyrir hverja ECTS einingu nemur að jafnaði um 25-30 klukkustundum.

Í upphafi náms eru tveir leiðbeinendur skipaðir hverjum nemanda: NMÍ-leiðbeinandi og fagleiðbeinandi. Fagleiðbeinandinn er í flestum tilfellum einnig akademískur leiðbeinandi. Hægt er að skipta um leiðbeinanda í samráði við alla hlutaðeigandi ef eðli nýsköpunarverkefnisins breytist. Nemandinn gerir námsáætlun ásamt leiðbeinendum og kennslustjóra Háskólaseturs, og tekur áætlunin mið af fyrri menntun og nýsköpunarhugmynd nemandans. Á sama tíma þarf námsáætlunin að tryggja að hæfniviðmið séu uppfyllt. Kennslustjóri Háskólaseturs heldur utan um námsáætlun og tryggir að henni sé fylgt eftir. Meistaranámsnefnd þarf að samþykkja námsáætlanir og breytingar frá þeim.

Ekki er gert ráð fyrir kjarnanámskeiðum í náminu þar sem fyrirsjáanlegt er að bakgrunnur nemenda verði fjölbreytilegur, nemendahópurinn verður fámennur og fjöldi nýsköpunarhugmynda mun markast af því. Að minnsta kosti 15 ECTS skulu vera námskeið sem eru á faglegu áherslusviði nemandans og eru í boði í staðbundnu meistaranámi hjá Háskólasetrinu, hjá HA og/eða samstarfsneti opinberu háskólanna á Íslandi. Að minnsta kosti 15 ECTS skulu vera námskeið úr nýsköpunar-/frumkvöðlafræði og viðskiptafræði sem eru í boði í fjarnámi hjá Háskólanum á Akureyri, í staðbundnu námi hjá Háskólasetri Vestfjarða og/eða í samstarfsneti opinberu háskólanna. Námsáætlun skal gerð í stórum dráttum við upphaf náms, en verði endurskoðuð í lok hvers misseris með hliðsjón af námsárangri og þróun nýsköpunarverkefnisins.

Námskeið og námsáætlun skulu miða að því að auka þekkingu, færni og hæfni nemandans til að takast á við nýsköpunarverkefnið. Almennt séð á nemandi ekki að taka samskonar námskeið og hann var hugsanlega búinn að taka í grunnnámi eða í gegnum annað nám. Ef nemandi vill fá námskeið metið úr öðru námi skal það vera á meistarastigi eða sambærilegu stigi, það þarf að uppfylla hæfniviðmið náms og má ekki vera innsiglað í annarri gráðu sem nemandi hefur þegar lokið við. 

Að námi loknu eru nemendur vel í stakk búnir til að koma sínum eigin hugmyndum í framkvæmd, hvort heldur er með stofnun nýrra fyrirtækja eða innan starfandi fyrirtækja. Sú þjálfun sem nemendur öðlast í náminu nýtist einnig víða í atvinnulífinu, t.d. í allri verkefnastjórnun. Námið er því góður undirbúningur fyrir síbreytilegan vinnumarkað sem gerir kröfur til sjálfstæðra vinnubragða og hugmyndaauðgi.

Meistaranámsnefnd setur nánari reglur um mat á námskeiðum og námsáætlunum, þar með talið mat á námskeiðum á bakkalárstigi.

Nemendur útskrifast frá Háskólanum á Akureyri með viðbótarnám á meistarastigi í sjávartengdri nýsköpun/meistaragráðu í hagnýtu meistaranámi í nýsköpunar- og frumkvöðlafræðum.

Lorem ipsum

Ferðaþjónusta getur líka verið sjávartengd nýsköpun.
Ferðaþjónusta getur líka verið sjávartengd nýsköpun.

Sjávartengd nýsköpun er víðtækt hugtak enda á hún sér stað í fjölmörgum greinum s.s. í sjávarútvegi og fiskeldi, matvælaframleiðslu, orkuiðnaði og hátækni. Slíka nýsköpun er ekki síst að finna í ferðaþjónustu og fjölbreyttri menningarstarfsemi.

Nemendur sækja um með ákveðin nýsköpunarverkefni í huga en eðlilegt er að hugmyndirnar taki breytingum á námstímanum.

Hér eru dæmi um nokkur nýsköpunarverkefni:

  • Markaðssetning villtra skelja
  • Framleiðsla og markaðssetning varnings úr fiskiroði
  • Myndun klasa og markaðssetning sjávartengdrar ferðaþjónustu á afmörkuðu svæði

Lorem ipsum