Fólkið

Margrét Björk Arnardóttir, kennslustjóri.
Margrét Björk Arnardóttir, kennslustjóri.

Margrét Björk Arnardóttir er kennslustjóri við Háskólasetur Vestfjarða. Hún tók við starfinu í janúar 2017. Hún hefur lokið meistaragráðu í náms- og starfsráðgjöf frá Háskóla Íslands og BA gráðu í félagsráðgjöf frá University College Lillebælt í Danmörku. Áður en Margrét hóf störf hjá Háskólasetri starfaði hún sem náms- og starfsráðgjafi við Árskóla á Sauðárkróki. Hún hefur auk þess starfað við Farskólann - miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra og Hólaskóla - háskólann á Hólum svo eitthvað sé nefnt.

Kennslustjóri Háskólaseturs aðstoðar nemendur í sjávartengdri nýsköpun við gerð námsáætlunar ásamt leiðbeinendum, hann heldur utan um áætlunina og tryggir að henni sé fylgt eftir.

Kennslustjóri Háskólaseturs hefur einnig eftirfarandi hlutverk:

  • Vinnur með fjarnemum, hvort heldur sem er í daglegu námi eða próftöku
  • Heldur utan um próftökur við Háskólasetur
  • Sinnir náms- og starfsráðgjöf fyrir háskólanemendur á Vestfjörðum
  • Heldur utan um nemendaskrá vegna meistaranáms
  • Sinnir samningagerð, greiðslum og ferðaskipulagningu vegna kennara við meistaranám
  • Er í námsskipulagsnefndum nemenda í Sjávartengdri nýsköpun

Í upphafi náms eru tveir leiðbeinendur skipaðir hverjum nemanda: NMÍ-leiðbeinandi og fagleiðbeinandi. Fagleiðbeinandinn er í flestum tilfellum einnig akademískur leiðbeinandi. Hægt er að skipta um leiðbeinanda í samráði við alla hlutaðeigandi ef eðli nýsköpunarverkefnisins breytist. Nemandinn gerir námsáætlun ásamt leiðbeinendum og kennslustjóra Háskólaseturs, og tekur áætlunin mið af fyrri menntun og nýsköpunarhugmynd nemandans. Á sama tíma þarf námsáætlunin að tryggja að hæfniviðmið séu uppfyllt. Kennslustjóri Háskólaseturs heldur utan um námsáætlun og tryggir að henni sé fylgt eftir. Meistaranámsnefnd þarf að samþykkja námsáætlanir og breytingar frá þeim.