Fólkið

Í upphafi náms eru tveir leiðbeinendur skipaðir hverjum nemanda: NMÍ-leiðbeinandi og fagleiðbeinandi. Fagleiðbeinandinn er í flestum tilfellum einnig akademískur leiðbeinandi. Hægt er að skipta um leiðbeinanda í samráði við alla hlutaðeigandi ef eðli nýsköpunarverkefnisins breytist. Nemandinn gerir námsáætlun ásamt leiðbeinendum og kennslustjóra Háskólaseturs, og tekur áætlunin mið af fyrri menntun og nýsköpunarhugmynd nemandans. Á sama tíma þarf námsáætlunin að tryggja að hæfniviðmið séu uppfyllt. Kennslustjóri Háskólaseturs heldur utan um námsáætlun og tryggir að henni sé fylgt eftir. Meistaranámsnefnd þarf að samþykkja námsáætlanir og breytingar frá þeim.