Sjávartengd nýsköpun

Námsleiðin er í endurskipulagningu og því er ekki tekið við umsóknum í hana sem stendur.

Sjávartengd nýsköpun er hagnýtt, einstaklingsmiðað meistaranám á sviði nýsköpunar. Námið sameinar faggreinar og nýsköpun í námskeiðavali og þróun nýsköpunarverkefnis. Það byggir einkum á inntaki og aðferðum nýsköpunarfræða. Að námi loknu þekkja nemendur eðli og skilyrði nýsköpunar og hafa styrkt faglegan bakgrunn sinn í viðkomandi verkefni. Þeir hafa tamið sér færni til að hrinda í framkvæmd og leiða verkefni á sviði sjávartengdrar nýsköpunar og geta borið ábyrgð á vinnu einstaklinga og hópa. Námsáætlun er einstaklingsmiðuð. Gert er ráð fyrir að nemendur búi yfir góðri kunnáttu jafnt í íslensku sem ensku til að geta nýtt það úrval námskeiða sem er í boði. Námið er í boði Háskólaseturs Vestfjarða á Ísafirði  í samstarfi við Háskólann á Akureyri og Nýsköpunarmiðstöð Íslands (NMÍ). Námskeið tengd námsleiðinni fara fram á Ísafirði og víðar á Vestfjörðum en námskeiðsframboð í samstarfsneti opinberra háskóla og annarra háskóla er einnig nýtt í námsleiðinni.

 

 Sjávartengd nýsköpun á Facebook