Umsókn
Skilyrði fyrir inntöku í meistaranám í sjávarbyggðafræði er að umsækjandi hafi lokið grunnháskólagráðu og gildir einu hvort um er að ræða BA, BSc eða BEd. Umsækjendur fylla út umsóknareyðublað og skila því inn ásamt ferilskrá og öðrum gögnum.
Bakgrunnur umsækjenda í námi og starfi getur verið fjölbreytilegur enda er námið þverfræðilegt og byggir á mörgum fræðigreinum, einkum landafræði, félagsvísindum og hagfræði.
Enska er samskipta- og kennslumál námsins. Gert er ráð fyrir að umsækjendur frá Íslandi, Norðurlöndunum og enskumælandi löndum búi yfir fullnægjandi kunnáttu og færni í tungumálinu. Sama á við um nemendur frá háskólum þar sem öll kennsla fer fram á ensku. Aðrir umsækjendur skulu sýna fram á nægjanlega enskukunnáttu með viðurkenndum prófum, t.d. TOEFL eða öðrum sambærilegum.
Umsóknarfrestur er 15. febrúar fyrir besta möguleikann á inngöngu.
Seinni umsóknarfrestur er 15. apríl. Umsóknir sem berast eftir það eru teknar til greina ef enn eru laus pláss.
Frekari fyrirspurnir um meistaranám í sjávarbyggðafræði má senda á netfangið info@uw.is.
Umsóknir sendist í gegnum samskiptagátt Uglu Háskólans á Akureyri. Þar er einnig hægt að fylgjast með umsókninni:
Árlegt skráningargjald í nám í Sjávarbyggðafræði við Háskólasetur Vestfjarða er kr. 150.000 fyrir íslenska nemendur og aðra sem koma frá EES-löndum en fyrir þá sem koma frá löndum utan EES svæðisins er skráningargjald kr. 300.000.
Innheimta
Skráningargjald er innheimt fyrir hvert skólaár sérstaklega. Það miðast við staðgreiðslu og skal vera að fullu greitt þann 30.júní (gjalddagi) ár hvert fyrir næsta skólaár.
Séstök kjör fyrir nemendur sem taka námið meðfram vinnu
Sérstök kjör eru í boði fyrir nemendur sem hyggjast taka námið á lengri tíma t.d. meðfram vinnu. Miðað við fullan námshraða þurfa íslenskir ríkisborgarar og ríkisborgarar frá löndum innan EES að greiða kr. 150.000 í skráningargjöld fyrir hvort skólaár eða samtals kr. 300.000 yfir tveggja ára tímabil. Allir nemendur greiða 150.000 kr. á ári í skráningargjald fyrstu tvö skólaárin óháð námshraða. Nemendur sem skipuleggja nám sitt yfir lengri tíma í samráði við kennslustjóra, eða yfir allt að fjögur ár, greiða aldrei meira en samtals kr. 300.000 yfir þetta fjögra ára tímabil.
Athugið að þessi kjör eru háð því að nemandinn skipuleggi nám sitt sem hlutanám í upphafi náms í samráði við kennslustjóra. Nánari upplýsingar veitir kennslustjóri astrid@uw.is.
Réttur til náms
Nemandi sem ekki greiðir skráningargjald á réttum tíma getur vænst þess að hafa fyrirgert rétti sínum til að hefja nám eða stunda áframhaldandi nám við skólann. Nemandi telst ekki skráður í nám fyrr en hann hefur greitt skráningargjald.
Endurgreiðsla
Skráningargjald er óendurkræft. Við sérstakar kringumstæður getur nemandi þó sótt um endurgreiðslu skólagjalda, en það á aðeins við í algerum undantekningartilvikum svo sem vegna alvarlegra veikinda. Hvert mál er metið sérstaklega. Sæki nemandi um endurgreiðslu þarf hann að leggja inn skriflegt erindi til kennslustjóra þess efnis þar sem ástæður beiðninnar eru útskýrðar og viðeigandi vottorðum og gögnum skilað inn. Ef endurgreiðsla er samþykkt fær nemandi þó aldrei endurgreitt meira en sem nemur helmingi skráningargjalds.
Vinsamlegast athugið að umsóknin verður ekki tekin fyrir fyrr en öll gögn hafa borist.
Umsækjendur þurfa að framvísa eftirfarandi skjölum:
1. Ferilskrá (CV)- fullnægjandi og nýleg ferilská á ensku (pdf.).
2. Kynningarbréf – þar sem fram koma markmið þín, áhugasvið og væntingar til námsins.
3. Námsferill og staðfest afrit prófskírteina - gögnin skulu berast beint frá nemendaskrá í bréfpósti til kennslustjóra Háskólasetursins eða tölvupósti á applications@uw.is.
4. Bréf frá tveimur meðmælendum - meðmælendur mega senda persónuleg bréf eða fylla inní form.
5. Staðfesting á tungumálakunnáttu (ef við á).
Umsóknir sendist í gegnum samskiptagátt Uglu Háskólans á Akureyri. Þar er einnig hægt að fylgjast með umsókninni:
Frekari fyrirspurn um umsóknir má senda á netfangið applications@uw.is