Lærdómsviðmið

Lærdómsviðmið meistaranáms í sjávarbyggðafræðum

120 ECTS einingar til meistaragráðu

Námsleiðin

120 ECTS eininga alþjóðlegt og þverfaglegt meistaranám í félagsvísindum með skýra áherslu á þróun sjávarbyggða. Námið er skipulagt af Háskólasetri Vestfjarða á Ísafirði og þar fer öll kennsla fram.

Námið er skilgreint sem (terminal) meistaranám sem lýkur með MA gráðu - Master of Arts. Viðmið um námsárangur byggja á hæfniramma um framhaldsnám frá mennta- og menningarmálaráðuneyti Íslands sem skilgreinir færni og hæfni fyrir meistarastig 2.2. Þeir sem útskrifast úr náminu uppfylla skil­yrði til inntöku í doktorsnám á stigi 3.

Uppbygging námsins

Námið samanstendur af 120 ECTS einingum og skiptist í fjórar annir. Námið hefst á umfangsmikilli kennslu í  tíu mánuði sem er skipt upp í þrjár samfelldar annir (samtals 75 ECTS einingar). Síðan taka við sjö mánuðir sem ætlaðir eru nemendum til að vinna lokaverkefni sín. Námshlé eru tekin um jól og páska. Allt að helmingur námsáfanganna eru kjarnaáfangar en hinn helmingurinn flokkast undir val­áfanga.

Akademísk ábyrgð á námi og umsjón þess

Háskólinn á Akureyri ber ábyrgð á akademískum gæðum námsins og fylgir því eftir með meirihluta full­trúa í meistaranámsnefnd námsleiðarinnar. Nemendur eru á skrá beggja stofnana, Háskólaseturs Vest­fjarða og Háskólans á Akureyri, með öllum réttindum og skyldum sem því fylgja. Háskólinn á Akur­eyri veitir MA gráðuna og vottar hana.

Námsleiðin er skipulögð og henni stýrt af Háskólasetri Vestfjarða. Kennarar, leiðbeinendur og ritrýnar eru ráðnir af fagstjóra námsleiðarinnar að undangengnu samþykki/útnefningu meistaranámsnefndar námsleiðarinnar.

Inntökuskilyrði

Umsækjendur þurfa að hafa lokið grunnnámi í háskóla (BS, BA eða sambærilegum gráðum) auk þess að uppfylla önnur skilyrði sem meistaranámsnefndin setur. Fyrsta einkunn er að jafnaði skilyrði. 

Þegar nemandi hefur lokið gráðu uppfyllir hann neðangreind markmið til viðbótar þeim markmiðum sem náðst hafa á fyrri menntastigum.

Almennt

Handhafar meistaragráðu í Sjávarbyggðafræðum hafa öðlast þekkingu, leikni og hæfni til að takast á við leiðandi hlutverk í svæðismiðaðri  félags-- og hægfræðiþróun á heimsvísu, með sérstakri áherslu á sjávarbyggðir við Norður-Atlantshaf.

 

  1. Þekking

Þetta þýðir að handhafar gráðunnar:

1.1.    hafa skilning á þeim forsendum sem búa að baki þróun sjávarbyggða og byggðaþróun ásamt þekkingu á meginreglum og  ferlum í grunn­fögum náms­ins: landafræði, skipulagsfræði, félagsfræði, hagfræði, lögfræði, stjórnmálafræði, sagn­fræði og mann­fræði.

1.2.    búa yfir þekkingu á því hvernig sjávarbyggðir geta þróast með sjálf­bær­um hætti í samræmi við meginreglur þjóðhagfræði og félagsfræði.

1.3.    hafa öðlast þekkingu í gegnum eigin reynslu af rannsóknum, ýmist á á vettvangi eða í námsveri og geta sett nýjar niðurstöður í samhengi innan byggðaþróunar. Þeir hafa góðan skilning á stjórnsýslu, jafnt svæðisbundinni sem og á landsvísu, og þekkingu á þeim opin­beru stjórn­tækjum sem nýtast við gerð byggðaáætlana og þeim forsendum sem þær byggja á og þeir búa yfir þekkingu á gerð byggðastefnu í nútíð og fortíð hjá lykilstofnunum.

1.4.    eru kunnugir helstu rannsóknaraðferðum og fyrirmyndarlausnum við rýmistengdar rann­sóknir og  mælivíddum rýmis í hagkerfi, samfélagi og stefnu­mótun, hag­kerfi byggða og svæða og samhengi þeirra ásamt fjölbreytni og félagslegu réttlæti miðað við svæði.

1.5.    búa yfir þekkingu á vísindasiðareglum, jafnt í tengslum við þeirra eigin sérsvið í vísindum sem annarra vísindamanna (sbr. ritstuld).

 

Leikni

Þetta þýðir að handhafar gráðunnar:

2.1.    geta rökstutt og varið niðurstöður sínar og tillögur ásamt því að geta með uppbyggilegum hætti gagnrýnt niðurstöður og tillögur annarra.

2.2.    hafa með fjölbreyttum hætti öðlast færni í að finna og meta viðeigandi, nútímalegar og ábyggilegar heimildir.

2.3.    geta skilið og tekist á við flókin viðfangsefni í faglegu samhengi, bæði sem einstaklingar og hluti af hópi.

2.4.    skilja hvernig sjávarbyggðir og svæði þróast í samhengi við það sem gerist á lands­vísu með hliðsjón af ýmsum ríkis- og alþjóðakennistærðum og geta nýtt þekkingu sína, skilning og kunnáttu í vísindalegum og faglegum störfum í aðstæðum sem krefjast bestu mögulegu stefnumörkunar.

2.5.    geta tekið á afmörkuðu vanda­máli, metið handhægar upplýsingar og dregið ályktanir um það hvernig best verði staðið að lausn málsins.

2.6.    eru færir um að beita opinberum stjórntækjum, þar með talin alþjóðlegum aðferðum í svæðisbundnu samhengi og geta metið áhrif þeirra á einstök svæði eða sjávarbyggðir.

2.7.    geta samþætt þekkingu, leyst flókin úrlausnarefni og kynnt afstöðu sína byggða á þeim upp­lýsingum sem fyrir liggja.

2.8.    geta safnað, greint og metið vísindalegar rannsóknarniðurstöður sem og geta skrifað um, ritrýnt og yfirfarið skýrslur sérfræðinga og háskólamanna og geta skilmerkilega nýtt sér viðeigandi rannsóknar­aðferðir og  innleitt minni rannsóknarverkefni.

 

Hæfni

Þetta þýðir að handhafar gráðunnar:

3.1.    geta nýtt þekkingu sína og færni á hagkvæman hátt, í eigin fagi, t.d. sem greinendur, stjórnendur eða ráðgjafar sem sérhæfa sig í byggða- eða svæðaþróun, og/eða til frekara náms s.s. í doktorsnámi.

3.2.    geta átt frumkvæði að og leitt verkefni innan sjávarbyggðafræði og borið ábyrgð á vinnu einstaklinga og hópa.

3.3.    geta með skilmerkilegum hætti tekið þátt bæði í almennum og vísinda­legum umræðum og fjallað um einstök vandamál á sviði sjávar­byggðafræði, stýrt umræðum (t.d. með hópi hagsmunaaðila) og flutt fyrirlestra, hvort heldur er á tungu­máli vísindamanna eða leikmannamáli.

3.4.    geta greint og túlkað svæðisbundnar aðstæður og almenna þekkingu með því að nota bestu mögulegu vísindaaðferðir og taka við­eigandi og aðgengilegar rannsóknarniðurstöður með í reikninginn.

3.5.    geta tekið ákvarðanir á sjálfstæðan og faglegan hátt og rökstutt þær.

3.6.    geta nýtt sér þverfaglegar greiningar, sem innihalda blandaða aðferðafræði og ólíkar niðurstöður (t.d. úr hagfræði, umhverfis­fræði og/eða félagsfræði), og kynnt og varið niðurstöður sínar og tillögur í framhaldinu, ýmist munnlega eða skrif­lega í samræmi við viðurkennda, akademíska staðla á stigi 2.2.