Námskeiðslýsingar

Hér til hægri má nálgast námskeiðslýsingar allra námskeiðanna sem í boði eru. En einnig má sjá skipulag námsins í sameiginlegri kennsluáætlun Sjávarbyggðafræði og Haf- og strandsvæðastjórnunar.

NÝ Kennsluáætlun 2023-2024

Kennsluáætlun 2022-2023

Námskeiðin sem boðið er upp á í Sjávarbyggðafræði spanna vítt svið viðfangsefna sem snerta á byggðafræði.

Námið samanstendur af kjarnanámskeiðum og valnámskeiðum auk lokaverkefnis. Kjarnanámskeiðin eru einkum kennd í upphafi náms á haustönn enda eru þau grunnur að síðari námskeiðum og lokaritgerð.

Í náminu er lögð áhersla á hagnýta nálgun og notkun raunverulegra dæma og aðstæðna við kennslu. Lögð er áhersla á að nemendur læri að tileinka sér og skilja ólíka þætti sem drífa þróun áfram, bæði jákvæða og neikvæða. Einnig er lögð áhersla á að nemendur tileinki sér aðferðir og þekkingu til að stjórna og hafa áhrif á byggðaþróun.