Nemendahúsnæði
Nemendum við Háskólasetur Vestfjarða stendur til boða fjölbreytt úrval af leiguhúsnæði á Ísafirði, allt frá stökum herbergjum upp í minni íbúðir í einkaeigu. Algengast er að nemendur leigi herbergi með aðgangi að baði og eldhúsi. Almennt séð er húsnæðisverð á Ísafirði umtalsvert lægra en á höfuðborgarsvæðinu og nær öll þjónusta í göngufjarlægð frá flestum af þeim búsetukostum sem í boði eru.
Háskólasetur Vestfjarða bendir sérstaklega á einkarekna húsnæðisþjónustu, University Center of the Westfjords Housing, sem er sérsniðin að nemendum í meistaranámi við Háskólasetrið.