Kennarar
Fjöldi kennara kemur að kennslu og leiðbeiningum í meistaranámsleiðunum Haf- og strandsvæðastjórnun og Sjávarbyggðafræði. Háskólasetrið leggur áherslu á að fá færustu sérfræðinga á sínu sviði til kennslu. Fagleg breidd þessara tveggja þverfræðilegu námsleiða er mikil og því mikilvægt að fá sérhæfða kennara til að sinna kennslunni. Með því fyrirkomulagi að fá stundakennara til að sinna kennslunni kynnast nemendur ekki aðeins sérhæfðu fagfólki heldur einnig breiðum og fjölbreytilegum hópi einstaklinga, með ólíkt tengslanet víða um heim, sem gera námið margbrotið og lærdómsríkt.