Fagstjóri
Dr. Matthias Kokorsch er fagstjóri meistaranáms í sjávarbyggðafræði við Háskólasetur Vestfjarða. Matthias lauk doktorsprófi frá Háskóla Íslands í landfræði, kennsluréttindum í landfræði, félagsvísindum og kennslufræðum frá Háskólanum í Duisburg og Essen. Doktorsritgerð hans frá Háskóla Íslands ber titilinn „Mapping Resilience – Coastal communities in Iceland“ (Seigla íslenskra sjávarbyggða).
Rannsóknir Matthiasar snúa einkum að byggðaþróun og samfélagslegri seiglu í dreifbýli, formgerðarbreytingum á rótgrónum iðnaðarsvæðum og auðlindastjórnun í samhengi við réttlæti og ákvörðunartöku. Meðal nýlegra ritsmíða Matthiasar má nefna „Prosper or perish? The development of Icelandic Fishing villages after the privatisation of fishing rights“ og „Where have all the people gone? The limits of resilience in coastal communities.“ Einnig hefur Matthias gefið út greinar um fiskveiðistjórnun á Íslandi. Áður en hann hóf störf við Háskólasetur Vestfjarða starfaði Matthias við Thünen Institute of Rural Studies í Þýskalandi auk þess að kenna við Háskólann í Hanover.
Fagstjóri meistaranáms í sjávarbyggðafræðum hefur eftirfarandi hlutverk:
- Fagleg msjón með meistaranáminu, utanumhald og samræming námsskrár
- Tengiliður milli meistaranámsnefndar, starfsfólks Háskólaseturs og nemenda í sjávarbyggðafræðum
- Leggur til ráðningu nýrra kennara, leiðbeinenda og prófdómara við meistaranámsnefnd
- Greiðir fyrir samstarfi, hlúir að tengslaneti vegna námsins og heldur utan um kennarahópinn
- Svarar eða kemur áfram öllum spurningum er varða faglega þætti meistaranámsins
- Hefur yfirlit yfir námsframgang nemenda, bæði í námskeiðum og þegar kemur að vinnu við lokaritgerðir
- Hefur umsjón með námsmatsferli lokaritgerða, þar með talið kynningum (fyrirlestrum) og vörnum