Fólkið

Staða fagstjóra í sjávarbyggðafræðum verður auglýst til umsóknar og er gert ráð fyrir að fagstjórinn taki til starfa um mitt ár 2018. Upplýsingar um nýjan fagstjóra verða aðgengilegar hér.

Fagstjóri meistaranáms í sjávarbyggðafræðum hefur eftirfarandi hlutverk:

  • Fagleg msjón með meistaranáminu, utanumhald og samræming námsskrár
  • Tengiliður milli meistaranámsnefndar, starfsfólks Háskólaseturs og nemenda í sjávarbyggðafræðum
  • Leggur til ráðningu nýrra kennara, leiðbeinenda og prófdómara við meistaranámsnefnd
  • Greiðir fyrir samstarfi, hlúir að tengslaneti vegna námsins og heldur utan um kennarahópinn
  • Svarar eða kemur áfram öllum spurningum er varða faglega þætti meistaranámsins
  • Hefur yfirlit yfir námsframgang nemenda, bæði í námskeiðum og þegar kemur að vinnu við lokaritgerðir
  • Hefur umsjón með námsmatsferli lokaritgerða, þar með talið kynningum (fyrirlestrum) og vörnum

Meistaranámið í sjávarbyggðafræði er alþjóðlegt þverfaglegt nám. Við reiknum með að námsbakgrunnur nemenda verði fjölbreyttur, allt frá landfræði, hagfræði og félagsvísindum til opinberrar stjórnsýslu og fjölmiðlafræði. Meistaranámið er einnig alþjóðlegt að því leyti að nemendur koma víðsvegar að úr heiminum.

Nemendafélagið Ægir er félag meistaranema í Haf- og strandsvæðastjórnun við Háskólasetur Vestfjarða og má ætla að nemendur Sjávarbyggðafræða gangi inn í það.

Jötuninn Ægir er konungur hafsins í norrænni goðafræði, auk þess að vera þekktur fyrir að halda ásum miklar veislur. Ætlun nemendafélagsins er að veita innsýn í líf nemenda, auk þess að skapa tengsl milli nemenda og samfélagsins á Ísafirði og nágrenni.

Vefsíða nemendafélagsins Ægis