Sjávarbyggðafræði

Sjávarbyggðafræði er alþjóðlegt, þverfræðilegt meistaranám þar sem fengist er við þróun byggða í fortíð og framtíð. Áhersla er lögð á sjávarbyggðir við Norður Atlantshaf og Norðurskautssvæðið þótt fræðin kunni að hafa víðari skírskotun.

Námið byggir einkum á inntaki og aðferðum félagsfræði, hagfræði og mannvistarlandafræði og skipulagsfræði. Að námi loknu hafa nemendur öðlast skilning á möguleikum og takmörkunum þróunar byggða við Norður Atlantshaf og tamið sér aðferðir til að sjá fyrir og stýra þróun þeirra.

Kennslu- og samskiptatungumál námsins er enska. Námið er í boði Háskólaseturs Vestfjarða á Ísafirði í samstarfi við Háskólann á Akureyri en þaðan útskrifast nemendur formlega með MA gráðu. Kennsla fer fram á Ísafirði.

Opið er fyrir umsóknir NÚNA!

  Fylgdu okkur á Facebook

Fylgið okkur á Instagram @uwiceland