Sjávarbyggðafræði

Sjávarbyggðafræði er alþjóðlegt, þverfræðilegt meistaranám þar sem fengist er við þróun byggða í fortíð og framtíð. Eins og nafnið gefur til kynna er viðfangsefnið sjávarbyggðir og þá aðallega á Norður Atlantshafs- og Norðurskautssvæðinu, þó fræðin kunna að hafa víðari skírskotun. Námið byggir einkum á inntaki og aðferðum félagsfræði, hagfræði og landafræði/skipulagsfræði. Að námi loknu skilja nemendur möguleika og takmarkanir í þróun byggða við Norður Atlantshaf og hafa tamið sér aðferðir og hæfileika til að sjá fyrir þróun byggða og stýra henni. Kennslu- og samskiptatungumál er enska. Námið er í boði á vegum Háskólaseturs Vestfjarða á Ísafirði í samstarfi við Háskólann á Akureyri. Kennsla fer fram á Ísafirði.

Sjá nánar um námsleiðina í frétt frá 15. nóvember 2017.