Lokaritgerðir

Nemendur skulu skrifa 45 ECTS lokaverkefni á síðara ári meistarnáms, hvort sem er á ensku eða íslensku.

Viðfangsefni

Rannsóknarefni lokaritgerðar skal ákveðið í samráði við fagstjóra, sem aðstoða einnig við val á leiðbeinendum. Nemendur þurfa ekki að hafa fullmótaða rannsóknarspurningu þegar þeir hefja vinnu við lokaritgerðina, flest kjarnanámskeiðin eru kennd á haustönn og er hún því besti tíminn til að fá innblástur fyrir lokaverkefnið. Nemendur hafa aðgang að kennurum, bæði í kennslustundum og viðtalstímum, til að ræða möguleg viðfangsefni.

Rannsóknarspurningar

Þróun rannsóknarspurninga hefst formlega í upphafi vorannar með málstofu í drögum að rannsóknaráætlun, sem er skyldunámskeið. Það er tveggja eininga málstofa sem varir alla önnina og læra nemendur þar um rannsóknarvinnu og fræðileg skrif. Í námskeiðinu Hagnýt aðferðafræði, sem er einnig skyldunámskeið, kynnast nemendur mismunandi rannsóknaraðferðum, hvaða aðferð hentar þeirra rannsókn og fræðistörfum í framtíðinni.

Val á leiðbeinanda

Nemendur Háskólaseturs Vestfjarða hafa talsvert frelsi við val á viðfangsefni og leiðbeinendum fyrir lokaverkefnin sín. Leiðbeinandinn getur verið kennari við námsleiðina en einnig fræðimaður við aðra samstarfsháskóla eða rannsóknarstofnanir hérlendis jafnt sem erlendis, en slíkt er þó háð samþykki meistaranámsnefndar.

 

Lokaverkefnisskrif - Ísafjörður, London, New York!

Nemendur hafa frelsi til að velja viðfangsefni hvar sem er í heiminum. Sífellt fleiri annars árs nemar, allt að helmingur, kjósa að dvelja á Vestfjörðum við skrifin og þau sem vilja vinna rannsóknarverkefni tengt landshlutanum geta fengið aðstoð hjá Háskólasetri við að tengjast stofnunum og fyrirtækjum á svæðinu.

Ekki hika við að hafa samband við kennslustjóra fyrir nánari upplýsingar.