Skógræktin

Skógræktin veitir ráðgjöf og framlög til skógræktenda, ræktar og hirðir um þjóðskóga og sinnir endurheimt birkiskóga. Sinnir rannsóknum innanlands og í samstarfi við aðrar þjóðir, aflar og miðlar þekkingu á skógrækt á Íslandi. Skógræktin er með starfstöðvar á 13 stöðum um allt land. Á Vestfjörðum eru starfstöðvar í Bjarnarfirði á Ströndum og í Vestrahúsinu á Ísafirði.