Rannsóknasetur HÍ á Ströndum - Þjóðfræðistofa

Rannsóknasetur HÍ á Ströndum - Þjóðfræðistofa var stofnað í september 2016 og Jón Jónsson þjóðfræðingur hóf þá störf sem verkefnisstjóri hjá setrinu. Jón hafði áður starfað sem menningarfulltrúi Vestfjarða síðastliðin 9 ár. Rannsóknir í þjóðfræðiverða í öndvegi hjá setrinu og sérstök áhersla á miðlun og hagnýtingu þjóðfræðilegrar þekkingar. Aðsetur rannsóknasetursins er í Þróunarsetrinu á Hólmavík.