Rannsókna- og fræðasetur HÍ

Meginhlutverk Rannsókna- og fræðaseturs HÍ er að efla rannsókna- og fræðastarf Háskóla Íslands á Vestfjörðum í samvinnu við rannsóknastofnanir og háskóla. Setrið sinnir einkum rannsóknum á náttúru-, atvinnu- og menningarsögu Vestfjarða með áherslu á ferðamál. Rannsókna- og fræðasetrið, sem er með nokkra rannsóknarnema, er staðsettur í Bolungarvík.