Náttúrustofa Vestfjarða

Náttúrustofa Vestfjarða er alhliða rannsóknar- og þjónustustofnun í náttúrufræðum á Vestfjörðum. Verkefni hennar eru öflun upplýsinga um náttúru Vestfjarða og að gera þær aðgengilegar. Náttúrustofa Vestfjarða er staðsett í Bolungarvík, á Hólmavik og á Bíldudal. Hún tekur að sér margvísleg verkefni á sínu sviði fyrir sveitarfélög, stofnanir og einkaaðila.