Minjavörður Vestfjarða

Hlutverk minjavarðar er alhliða fornleifavarsla á Vestfjörðum. Minjavörður leitast við að mynda tengsl og samstarf við aðrar stofnanir, fyrirtæki og aðra þá er kann að varða um málefni minjavörslunnar á svæðinu. Minjavörður Vestfjarða er t.d. samstarfaðili í NABO (North Atlantic Biocultural Organization) sem eru regnhlífasamtök margra rannsóknarstofnana og háskóla.