Melrakkasetrið var opnað árið 2010 í Súðavík. Langtímamarkmið þess er að safna saman á einn stað þekkingu, efni og hlutum sem tengjast melrakkanum í fortíð og nútíð. Á setrinu er sýning fyrir ferðamenn og unnið að rannsóknum á líffræði tegundarinnar og þróun sjálfbærrar náttúrulífs-ferðamennsku.