Kerecis

Kerecis er nýsköpunarfyrirtæki sem setti á fót rannsóknar- og þróunardeild í nýsköpunarsetri NMÍ/Háskólaseturs. Fyrirtækið er nú að flytja í eigið húsnæði á Ísafirði. Kerecis framleiðir lækningavörur og húðkrem úr fiskroði. Meðan áfram er unnið að vöruþróun og einkaleyfi er Kerecis einnig að undirbúa markaðssetningu.