Hafrannsóknarstofnun

Útibú Hafró er í Vestrahúsinu/Háskólasetri á Ísafirði. Þar vinna sjö starfsmenn, sem hafa einbeitt sér að veiðafærarannsóknum. Í stað þess að finna enn betri net og möskva, hafa starfsmenn útibús snúið sér að aðferðum, sem taka mið af atferli fiska, heyrn, lykt o.fl. til að lokka þá í gildrur með sem minstri eldsneytisnotkun.