Fjölmenningarsetur Íslands

Fjölmenningarsetur Íslands hefur það hlutverk að greiða fyrir samskiptum fólks af ólíkum uppruna og efla þjónustu við innflytjendur sem búsettir eru á Íslandi. Í þessu sambandi hefur Fjölmenningarsetrið t.d. staðið fyrir ráðstefnu um innflytjendur á Íslandi og fyrir nýstárlegu rafþingi. Fjölmenningarsetur er stofnun á landsvísu, staðsett í Vestrahúsinu/Háskólasetri á Ísafirði.