Upplýsingar fyrir gestafræðimenn

Háskólasetur Vestfjarða býður fyrirtaks þjónustu til handa þeim sem hyggjast sækja Vestfirði heim og sinna þar rannsóknum. Öll aðstaða í Háskólasetrinu er til fyrirmyndar og starfsfólk setursins leggur sig fram um að tengja rannsóknarfólk við vestfirskt samfélag, hvort heldur er við fyrirtæki og stofnanir eða einstaka vísindamenn á svæðinu.

Áhugasömum er bent á að hafa samband við starfsfólk Háskólaseturs eða senda fyrir spurnir á info@uw.is.