Þorskeldi í Ísafjarðardjúpi 2006
Hafrannsóknastofnunin og Háskólasetur Vestfjarða halda með stuðningi Sjávarútvegsráðuneytisins alþjóðlega ráðstefnu um atferlisstjórnun fiska. Ráðstefnan er haldin í tengslum við, og í beinu framhaldi af ráðstefnunni "Þorskeldi í Ísafjarðardjúpi".
Hafrannsóknastofnunin hefur stóreflt rannsóknir í veiðitækni og er þessi ráðstefna einn liður í því starfi. Tilgangur þessarar ráðstefnu er að beina sjónum að atferli fiska og þekkingu manna þar á. Til ráðstefnunar hefur verið boðið erlendum sérfræðingum á sviði lífeðlisfræði og atferli fiska. Í tengslum við ráðstefnuna hefur verið skipulagður vinnufundur, þar sem lögð verður áhersla á að greina fyrirliggjandi þekkingu á atferli fiska sem mætti nýta til framþróunar í veiðitækni og fiskeldi. Markmiðið er að í lok þeirrar vinnu verði til eins konar leiðarvísir um framtíðarrannsóknaverkefni á þessu sviði.