Guðmundur Hálfdánarson

Guðmundur Hálfdánarson (1956) er með BA gráðu í sagnfræði og fornleifafræði frá háskólanum í Lundi og Háskóla Íslands, cand.mag. gráðu frá HÍ og meistara- og doktorsgráðu frá Cornell háskóla í Íþöku, New York fylki. Síðan 1991 hefur hann kennt sagnfræði við Háskóla Íslands, fyrst sem lektor en sem prófessor frá árinu 2000. Helstu sérsvið hans eru evrópsk hug- og félagssaga, en þó einkum saga þjóðernis og þjóðernisstefnu á Íslandi og kenningar um þjóðernisstefnu í Evrópu. Meðal síðustu rita hans eru Íslenska þjóðríkið - uppruni og endimörk (2001) og (með Henrik Jensen og Lennart Berntson) 4. bindi ritraðarinnar Tusen år i Europa (Kaupmannahöfn 2003 og Lundur 2004). Hann hefur ritstýrt bókunum Racial Discrimination and Ethniciy in European History (Písa, 2003), (með Ann-Katherine Isaacs) Nations and Nationalities in Historical Perspectives (Písa, 2001), og (með Steven Ellis og Ann-Katherine Isaacs) Citizenship in Historical Perspective (Písa, 2006). Hann er annar aðalstjórnandi rannsóknaröndvegisnetsins CLIOHRES, sem styrkt er af 6. rammaáætlun ESB.
Fyrirlestur: